Umhverfis- og framkvæmdaráð

8. maí 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 330

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 18129640 – Ásvallalaug, viðhald

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að laugin verði ástandskoðuð í júlí 2019 og nauðsynlegar endurbætur verði framkvæmdar ásamt mati á umfangi verksins fyrir næsta ár.

    • 1905037 – Viðhald húsnæðis og lóða 2019

      Kynntar framkvæmdir vegna viðhalds skólalóða.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1902125 – Þjónusta við botnlanga innan lóðarmarka

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í endurskoðun á lóðarleigusamningum í samráði við lóðarhafa og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1905038 – Umhverfispotturinn 2019

      Tekið til umræðu.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögum að staðsetningu ærslabelgs til umsagnar fræðsluráðs.

    • 1902539 – Seltún, borhola K-16

      Greinargerð Ísor vegna umbrota í holu KV-16 árið 2019 í Seltúni í Krýsuvík lögð fram.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1104099 – Beitarhólf í landi Hafnarfjarðar

      Lögð fram tillaga að beitarhólfi fyrir Sörla.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir samning um beitarhólf fyrir Hestamannafélagið Sörla.

    • 1905046 – Samgöngustyrkur, tillaga

      Eftirfarandi tillaga er borin upp í umhverfis- og framkvæmdarráði af Sverri Jörstad Sverrissyni fulltrúa Samfylkingarinnar. „Ég legg til að Hafnarfjarðarbær taki upp samgöngustyrki fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar, sambærilega þeim sem eru í boði hjá Reykjavíkurborg fyrir starfsmenn þeirra. Þeir starfsmenn sem skuldbinda sig til að mæta minnst 3x í viku ekki á bíl fengju þá greitt 6000 kr á mánuði, auk annara fríðinda, eins og afslátt á strætókorti. Styrkurinn verður hinsvegar borgaður í peningum með launum mánaðarlega, svo að starfsmaður geti þá ráðið hvort hann nýti hann í skóbúnað og gangi, hjól og hjóli eða hvaða annan ferðamáta sem hann kýs annan en einkabílinn. Styrkur skal ekki vera hlutfall af prósentu, til að ekki skerðist styrkur á vaktavinnufólk og aðra sem eru í skertu hlutfalli.“

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar til umfjöllunar í bæjarráði, fjölskylduráði og fræðsluráði.

    Fundargerðir

Ábendingagátt