Umhverfis- og framkvæmdaráð

22. maí 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 331

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1901298 – Vinnuskóli 2019

   Fulltrúar Vinnuskólans kynna starfsemi hans í sumar.

   Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starfsemi Vinnuskólans fyrir sumarið 2019.

  • 1904007 – Sambo Ísland, umsókn um æfingaaðstöðu

   Lögð fram umsókn Sambo Ísland um æfingaraðstöðu. Lögð fram bókun ÍTH. “ÍTH nefndin tekur vel í erindið og vísar því til úrvinnslu hjá Umhverfis- og skipulagssviði.”

   Helga Ingólfsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Sambo Ísland fái aðstöðu fyrir æfingar að Flatahrauni 14.

  • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

   Lagðar fram lykiltölur fyrir fyrstu 3 mánuði ársins sem og breytingar í fjárfestingum 2019.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar breytingar í fjárfestingum 2019 og vísar til bæjarráðs.

  • 1905145 – Útboðsmál hjá Hafnarfjarðarbæ, tillaga

   Fulltrúi Miðflokksins, Arnhildur Ásdís Kolbeins, gerir þá tillögu að Hafnarfjarðarbær bjóði út í rammasamningsútboði viðhaldsverkefni og smærri framkvæmdaverkefni á vegum umhverfis- og skipulagsþjónustu til tveggja ára í senn, í þeim tilgangi að auka hagkvæmni verkefna, gagnsæi og jafnræði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir tillöguna og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.

  • 1905232 – Sorphirðutunnur, lokanir

   Tekið til umræðu hvernig hægt er að gera fólki og fyrirtækjum kleift að setja einfaldar lokur á ruslatunnur sínar svo koma megi í veg fyrir að rusl fjúki úr þeim í hvassviðri eða þegar tunnurnar feykjast um koll.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

  • 1803160 – Ærslabelgur

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði tillögum að staðsetningu ærslabelgs til umsagnar fræðsluráðs á fundi sínum þann 8.5.2019. Lögð fram bókun Fræðsluráðs frá 9.5.2019. “Fræðsluráð samþykkir að fjárfesta í ærslabelg og tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs um að fyrsti ærslabelgurinn sem fjárfest verði í verði staðsettur á Víðistaðatúni.”

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu á ærslabelg á Víðistaðatúni.

  • 1706086 – Skólahreystibraut

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir endurmati á staðsetningu hreystibrautar frá fræðsluráði á fundi sínum þann 2.5.2019. Lögð fram bókun Fræðsluráðs frá 9.5.2019. “Fræðsluráð leggur til að hreystibrautin verði staðsett á Hörðuvöllum enda telst sú staðsetning miðsvæðis. Gott aðgengi og góðar almenningssamgöngur er á svæðinu. Einnig má geta þess að hreystivöllur verður á nýrri skólalóð Skarðshlíðarskóla.”

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

  • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar verkefninu og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2020.

  • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati við uppsetningu öryggis- og eftirlitsmyndavéla. Staðsetningar til skoðunar eru Hlíðartorg við N1 og gatnamót Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Skarphéðinn Orri Björnsson, situr hjá við afgreiðslu málsins.

  • 1905237 – Yfirlagnir í Hafnarfirði, 2019

   Tekið til umræðu.

   Erindi frestað.

  • 1905199 – Reykjanesbraut, framkvæmdir

   Lagt fram erindi íbúa í Vallarbarði varðandi hljóðvist frá Reykjanesbraut dags. 15. maí 2019.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til Vegagerðarinnar.

  • 1902539 – Seltún, borhola K-16

   Tekið fyrir að nýju.

   Tekið til umræðu.

  • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

   Lögð fram niðurstaða útboðs á Led götuljóskerjum.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

   Tekin fyrir aðgerðaráætlunin sem og forgangsröðun verkefna.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati í samræmi við framlagt minnisblað.

  Fundargerðir

Ábendingagátt