Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Tekin til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kolefnisjafna starfsemi sveitarfélagsins fyrir árið 2018 og felur sviðinu að ganga til samninga við Kolviðarsjóð skv. lið 2.3 í aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindastefnu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ráðastafa 500.000kr. til fræðslu í umhverfismálum í samstarfi við fræðslu og frístundaþjónustu skv. lið 1.4 í aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindastefnu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ráðstafa 1.000.000kr. í vöktun skv. lið 1.4 í aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindastefnu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir kaup á rafmagnshjólum sem hvatningu til starfsmanna um vistvænar samgöngur að fjárhæð 1.000.000 skv. lið 4.2 í aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindastefnu.
Umhverfis- og veitustjóri, Guðmundur Elíasson, fer yfir stöðu mála vegna fyrirhugaðra framkvæmda við skíðasvæðið í Bláfjöllum.
Fundarhlé var gert í 5 mínútur við afgreiðslu málsins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar kæru f. h. Hafnarfjarðarbæjar til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála dags. 31.05.2019.
Fulltrúi Viðreisnar benti á skort á gagnsæi þegar ákvörðun um Bláfjallasvæðið var samþykkt á sínum tíma þar sem sú ákvörðun sé ekki tekin í samráði við sérfræðinga á sviði umhverfis- og vatnsverndar. Þá telur Viðreisn það miður að verkið hafi ekki farið í umhverfismat þar sem svæðið er í jaðri vatnsbóls Höfuðborgarsvæðisins, ásamt því að ekki skuli vera búið að ganga frá vegáætlun fyrir svæðið sjálft. Þá teljum við slík ákvörðun sé ekki mjög umhverfisvæn og sé ekki í takt við umhverfisstefnu bæjarins. Fulltrúar minnihluta og áheyrnarfulltrúar taka undir bókun Viðreisnar og eru mótfallin því að kæran verði dregin til baka.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra beinir þeim tilmælum til framkvæmdaraðila að lögð verði áhersla á að vatnsvernd og áhættumat vegna framkvæmda verði í fyrirrúmi og að vegaframkvæmdum verði flýtt til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif.
Stefán Eiríkur Stefánsson fer yfir stöðu mála vegna breytinga á Lækjarskóla.
Lagt fram til kynningar.
Tekið fyrir að nýju erindi Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar vegna uppsetningu á útsýnisskífu. Óskað er eftir að opna svæðið fyrir bílaumferð tímabundið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu og bendir á að um er að ræða grannsvæði vatnsverndar.
Tekið til umræðu.
Erindi frestað.
Tekið á dagskrá. Þórey S Þórisdóttir, fulltrúi Viðreisnar, óskar eftir að málefni um Betri Hafnarfjörður verði sett á dagskrá. 1. Setja Betri Hafnarfjörð á ábyrgð nýs sviðs Þjónustu og Þróunar. 2. Sett verði fjármagn í að kynna vefinn. 3. Samþykkt verði sú verklagsregla að hæsta tillaga í lok hvers mánaðar verði tekin til formlegrar afgreiðslu hjá viðkomandi ráði. 4. Settir verði á fót hverfapottar fyrir hverfi bæjarins þar sem íbúar geti forgangsraðað fjárfestingum bæjarins innan síns hverfis að fyrirmynd Reykjavíkur og Garðabæjar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.
Tekin til umfjöllunar tillaga frá ungmennaráði sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá bæjarstjórn þann 29.5. sl. Tillaga frá Ungmennaráði. 1. Lagt er til að laga svæðið við Ástjörn þar sem flæðir yfir eftir miklar rigningar. Hætta skapast fyrir bæjarbúa, fullorðna jafnt og börn.
Ágæti bæjarstjóri, bæjarfulltrúar, fulltrúar í Ungmennaráði Hafnarfjarðar og aðrir gestir. Mig langar að ræða við ykkur um Ástjörn sem stækkar alltaf á veturnar. Þegar það rignir á veturnar stækkar tjörnin töluvert og fer inná göngustíga. Einnig frýs oftast yfirborðið á vatninu og þá finnst krökkum mjög gaman að skauta. En það er alls ekki hættulaust. Klakinn sem myndast er mjög sjaldan gegn frosinn og stafar því mikil hætt á því að krakkar detta ofan í djúpt ískalt vatnið. Stundum er vatnið dýpra en einstaklingurinn og er það því stórhættulegt ef einstaklinguinn dettur útí. Þetta svæði er í eigu Hauk en ef þeir ætla að nota það þá þurfa þeir hvort eð er að breyta svæðinu því eins og staðan er núna er svæðið ónothæft. Ég er með nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt að bæta þetta. Þar á meðal eftirfarandi. Það er hægt að setja flóðvarnargarð svo það leki ekki á svæðið. Það þarf þá að finna vatninu annan farveg. En svo er líka hægt að dýpka Ástjörn einhverstaðar en það myndi mögulega trufla fuglalífið á svæðinu. Hér er önnur hugmynd sem er svolitið erfið í framkvæmd en væri samt hægt að nota. Við gætum hækkað svæðið upp sem fer alltaf undir vatn á veturnar, þá værum við allt vatnið sem safnast þar upp en enn og aftur þyrfti þá að finna vatninu nýjan farveg. Hafnarfjarðarbær gæti starfað með Haukum til þess að laga þetta svæði en aðal málið er að gera eitthvað í því sem fyrst.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að taka saman greinargerð.
Lögð fram fundargerð nr. 304.
Lagðar fram fundargerðir nr. 407 og nr. 408.
Lögð fram verkfundargerð nr. 32.
Lögð fram verkfundargerð nr. 50.
Sigurður Haraldsson gerir grein fyrir stöðu framkvæmda.
Lögð fram fundargerð 17. fundar dags. 17.5.2019.