Umhverfis- og framkvæmdaráð

28. ágúst 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 336

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Skarphéðinn Orri Björnsson vék af fundi eftir afgreiðslu þriðja fundarliðar kl. 9.09.

Hulda Sólveig Jóhannsdóttir vék af fundi eftir afgreiðslu tíunda liðar kl. 10.12.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Skarphéðinn Orri Björnsson vék af fundi eftir afgreiðslu þriðja fundarliðar kl. 9.09.

Hulda Sólveig Jóhannsdóttir vék af fundi eftir afgreiðslu tíunda liðar kl. 10.12.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Kynnt vinna við fjárhagsáætlunargerð 2020. Guðmundur Sverrisson mætir til fundarins. Einnig tekið til umræðu gjaldskrár 2020.

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 26. júní sl. Kosið var í nefndir og ráð til eins árs:
      Umhverfis- og framkvæmdaráð er þannig skipað:
      Aðalmenn:
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26, formaður
      Árni Rúnar Árnason, Garðstíg 1, varaformaður
      Skarphéðinn Orri Björnsson, Kvistavöllum 29
      Friðþjófur Helgi Karlsson, Norðurbakka 5a
      Arnhildur Ásdís Kolbeins, Gauksási 57
      Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1, áheyrnarfulltrúi
      Þórey S. Þórisdóttir, Þúfubarði 9, áheyrnarfulltrúi

      Varamenn:
      Tinna Hallbergsdóttir, Blikaási 25
      Garðar Smári Gunnarsson, Álfaskeið 84,
      Lára Janusdóttir
      Sverrir Jörstad Sverrisson, Sunnuvegi 11
      Kristinn Jónsson, Hringbraut 42
      Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 3, varaáheyrnarfulltrúi
      Ásta Rut Jónasdóttir, Hraunbrún 35, varaáheyrnarfulltrúi

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Fulltrúar Strætó bs mæta til fundarins og kynna tillögu Strætó að leiðarkerfisbreytingum 2020.

    • 1802426 – Flatahraun, gatnamót, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fresta framkvæmdinni til næsta árs og vísar því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða tímabundnar aðgerðir til að tryggja umferðaröryggi.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Tekinn fyrir viðauki vegna malbiks og Smáralundar sem samþykktur var 19. júní sl.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar viðauka III til bæjarráðs.

    • 1901319 – Flokkun á plasti við stofnanir

      Tekið fyrir að nýju erindi Gámaþjónustunnar varðandi flokkun á plasti við stofnanir. Umhverfis- og framkvæmdaráð kallaði eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu á fundi sínum þann 30.1.sl. Umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu lögð fram.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið. Núverandi samningar munu renna út eftir 2 ár og í aðdraganda útboðs verður fyrirkomulag sorphirðu endurskoðað.

    • 1904289 – Gráhelluhraun, göngu- og reiðstígar

      Tekið til umræðu stígakerfi við Gráhelluhraun.

    • 1605204 – Brúkum bekki

      Gylfi Ingvarsson f.h. verkefnisstjórnar öldungaráðs Hafnarfjarðar óskar eftir að setja niður bekk á Langeyrarmelum í tengslum við verkefnið “Brúkum bekki” Bekkurinn Vörður er vinningstillaga nemenda listnámsbrautar Iðnskólans í Hafnarfirði.

      Umhverfis og framkvæmdaráð fagnar framtakinu og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að staðsetningu við enda strandstígsins. Jafnframt er óskað efir umsögn Umhverfisstofnunar. Hleinar eru friðlýstar sem fólkvangur og allar framkvæmdir innan fólkvangsins eru háðar leyfi Hafnarfjarðarkaupstaðar og Umhverfisstofnunar sbr. 38.gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun.

    • 1906379 – Reykjavíkurvegur 36, hljóðvist

      Snædís Karlsdóttir fh. íbúa að Reykjavíkurvegi 36 óskar eftir styrk vegna byggingar á hljóðvörn.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar erindinu og bendir á að unnt er að sækja um styrk vegna glerskipta til að bæta hljóðvist.

    • 1407049 – Fegrunarnefnd

      Farið yfir þær tillögur sem hafa borist.

    • 1908396 – Ósk um stuðning vegna starfs GFF með grunnskólum í Hafnarfirði

      Lagt fram erindi GFF varðandi stuðning varðandi samvinnu við grunnskóla Hafnarfjarðar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og kostnaður verður tekinn af lið umhverfismála.

    • 1907309 – Friðlýsing svæðis, Brennisteinsfjöll, beiðni um athugasemdir

      Lögð fram til kynningar tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Um er að ræða svæði 1. Háhitasvæði Brennisteinsfjalla: 68 Brennisteinsfjöll. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30.10.2019. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 13.8.sl. var eftirfarandi bókað: “Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að mörk friðlýsingarsvæðisins verði skoðuð gaumgæfilega m.t.t. framtíðarnotkunar og aðgengis að svæðinu er varðar m.a. vatnsból bæjarins og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman umsögn.”

    Fundargerðir

Ábendingagátt