Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 21.8.sl.
Breyting á varamanni í umhverfis- og framkvæmdaráði:
Ásta Rut Jónasdóttir varaáheyrnarfulltrúi Viðreisnar í umhverfis- og framkvæmdaráði víkur úr ráðinu og inn kemur í hennar stað Karólína Helga Símonardóttir Hlíðarbraut 5.
Samþykkt samhljóða.
Tekið fyrir 6 mánaða uppgjör.
Lagt fram erindi Sorpu bs. þar sem vakin er athygli á að metan er eina vistvæna vottaða eldsneytið á Íslandi. Óskað er eftir formlegri afstöðu sveitarfélagsins um hvort sveitarfélagið hafi hugsað sér að nýta eldsneytið í eigin starfsemi, svo sem almenningssamgöngur eða til annarra nota.
Lagt fram til kynningar.
Kynning á nýju leiðarneti Strætó bs. Fulltrúar Strætó mæta til fundarins og kynna leiðarnetið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu nr. 1 frá Strætó bs dags. 14.08.2019 að leiðakerfisbreytingum. Tillagan er að mestu í samræmi við niðurstöðu starfshóps á vegum ráðsins um óskir um breytingar á innanbæjarleiðakerfi Hafnarfjarðar og breytingu á leið 21. Jafnframt óskar ráðið eftir að Strætó bs geri tillögu að þjónustu almenningsvagna á iðnaðarsvæði á Hellnahrauni en þar er ört vaxandi uppbygging og mikilvægt að greina þörfina fyrir þjónustu á því svæði og koma með tillögur.
Fræðsluráð vísar ósk leikskólans Álfasteins um breytingar á húsnæðinu í kjölfar breyttrar rýmisáætlunar leikskóla Hafnarfjarðar, frá 2017, til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar beiðninni til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði.
Fræðsluráð vísar ósk Hraunvallaskóla um breytingar á húsnæði unglingadeildar til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Fræðsluráð vísar ósk skólastjóra Áslandsskóla um breytingar á kennslustofu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram erindi Dyr dags. 9. ágúst og 2. september sl. fyrir hönd Geymslusvæðisins og annarra í Kapelluhrauni.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.
Lagt fram bréf bæjarins til Vegagerðarinnar varðandi yfirtöku sveitarfélaganna á vegum ríkisins.
Lagt fram.
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við verkefnið en óskar eftir að sviðið fái upplýsingar um fyrirhugaðar staðsetningar.
Kynnt dagskrá Samgönguviku 2019.
Lögð fram yfirfarin samþykkt um kattahald.
Erindi frestað.
Lagt fram erindi Votlendissjóðs varðandi kolefnisjöfnun í Krýsuvík.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.
Lögð fram fundargerð 412 stjórnarfundar auk gagna vegna breyttrar fjárfestinga og fjármögnunaráætlunar SORPU bs.
Lögð fram fundargerð nr. 308.