Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. október 2019 kl. 16:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 341

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
 • Tinna Hallbergsdóttir varamaður
 • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
 • Karólína Helga Símonardóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis-og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir forstöðumaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis-og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

   Tekin fyrir að nýju fjárhagsáæltun og gjaldskrár 2020.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar gjaldskrá, rekstrar- og framkvæmdaráætlun sviðsins 2020-2023 til bæjarráðs.

   Fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar bóka:
   Að mati okkar er hér um alltof brattar hækkanir að ræða sem munu bitna á notendum og þær eru heldur ekki í neinu samræmi við yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við gerð lífskjarasamninga þar sem mælst var til þess að sveitarfélög hækkuðu ekki gjöld á þeirra vegum umfram 2,5% á næsta ári, en minna ef verðbólga væri lægri.

   Við leggjum til að umhverfis og framkvæmdaráð samþykki að gjaldskrárhækkanir á næsta ári verði í samræmi við yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga og fari ekki yfir 2,5%

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
   Núverandi leiguverð stendur ekki undir eðlilegu árlegu viðhaldi íbúða Húsnæðisskrifstofu. Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 77 milljónir árið 2018. Bráðarbirgðaniðurstaða ársins 2019 bendir til þess að rekstrarniðurstaða líðandi árs verði svipuð. Frá árinu 2017 hefur verið unnið að því að fjölga íbúðum og breyta úthlutunarreglum til þess að stytta biðlista. Lagt er til að leiguverð verði aðlagað að raunkostnaði við rekstur og viðhald eigna Húsnæðisskrifstofu.

   Eftir hækkun á leiguverði verður leiga í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði áfram lægri en í samanburðarsveitarfélögum.

  • 1910145 – Jóla- og áramótaskreytingar 2019-2020

   Kynnt fyrirkomulag jólalýsingar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu að jólalýsingu.

  • 1706086 – Skólahreystibraut

   Kynningu á staðsetningu á skólahreystibraut á Hörðuvöllum lokið. Tvær ábendingar bárust.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að setja upp hreystibrautina á Hörðuvöllum að teknu tilliti til framkominna ábendinga.

  • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

   Lagður fram kostnaður

   Lagt fram til kynningar og frestað til næsta fundar.

  • 1811390 – Framkvæmdir, verklagsreglur

   Lagðar fram verklagsreglur varðandi útboð.

   Lagt fram.

  • 1907309 – Friðlýsing svæðis, Brennisteinsfjöll, beiðni um athugasemdir

   Farið yfir málið.

  Fundargerðir

Ábendingagátt