Umhverfis- og framkvæmdaráð

6. nóvember 2019 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 342

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Hallbergsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Lagður fram viðauki 4.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar viðauka lV til afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1910422 – Reykjanesfólkvangur, lúpína, beiðni um styrk

      Lögð fram umsókn um styrk til að hamla útbreiðslur lúpínu í landi Hafnarfjarðar í Krýsuvík.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita Sjá styrk að fjárhæð 50.000kr.

    • 1806309 – Hamarinn, grisjun trjáa

      Tekin til umræðu annar áfangi fellingar trjáa á Hamrinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í annan áfanga í trjáfellingum á Hamrinum í samræmi við framlagt minnisblað.

    • 1910264 – Strandgata 31-33, fjarlægja aspir

      Lagt fram erindi varðandi aspir við Strandgötu 31-33.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðinu að gera tillögu að endurnýjun á trjágróðri á miðbæjarhluta Strandgötu.

    • 1910145 – Jóla- og áramótaskreytingar 2019-2020

      Lagt fram erindi verslunareigenda og rekstraraðila í miðbænum varðandi lýsingu í trjám.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.

    • 1910342 – Villikettir, húsnæðismál

      Lagt fram erindi Villikatta varðandi húsnæðismál.

      Lagt fram.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að settar verði upp öryggismyndavélar á tveimur stöðum, við Hlíðartorg og gatnamót Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar.

    • 1810073 – Krýsuvíkurberg, deiliskipulag

      Kynnt vinna við gerð deiliskipulags á Krýsuvíkurbergi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      Lögð fram bókun bæjarráðs: “Bæjarráð fellst á að syðri hluta Bláfjallavegar verði lokað að sinni vegna vatnsverndarsjónarmiða, frá Leiðarenda austur að afleggjara 417-01. Að mati bæjarráðs er þörf á frekara umhverfis- og áhættumati á vegarkaflanum og er óskað eftir því að Umhverfis- og framkvæmdaráð láti vinna slíkt mat sem liggi fyrir í síðasta lagi fyrir árslok 2021. Að því loknu verði teknar ákvarðanir um framtíð vegarins”.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1910323 – Heilsubærinn Hafnarfjörður, Ársskýrsla 2018

      Fulltrúi sviðsins mætir til fundarins og kynnir skýrsluna.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Gunnþóru Guðmundsdóttur fulltrúa starfshóps um heilsueflandi samfélag fyrir kynninguna.

    • 1910266 – Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017

      Lögð fram ársskýrsla loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018

      Lagt fram Umhverfisuppgjör 2018.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

      Farið yfir framkvæmdir við hjúkrunarheimilið, einnig farið yfir breytt not á eldri byggingum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1911034 – Umhverfisstofnun og náttúruverndarnefndir ársfundir 2019

      Lagður fram tölvupóstur varðandi Ársfund Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa 2019

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt