Umhverfis- og framkvæmdaráð

12. febrúar 2020 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 347

Mætt til fundar

  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Hallbergsdóttir varamaður
  • Kristinn Jónsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Fulltrúar Strætó bs. mæta til fundarins og kynna leiðarkerfisbreytingar 2020 og aðgerðir þeim tengdar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og fagnar því að nú eru að koma til framkvæmdar breytingar á innanbæjarleiðarkerfi Hafnarfjarðar sem hafa verið í vinnslu undanfarin misseri.

    • 1912184 – Vorhreinsun 2020

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar góða yfirferð á verklagi við vorhreinsun bæjarins og framkomnar tillögur frá starfsmönnum sviðsins. Tillögum er vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar 2021. Fyrirkomulag vorhreinsunar 2020 verður með óbreyttu sniði frá fyrra ári.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fól umhverfis- og skipulagssviði á fundi sínum þann 29.1.2020 að gera tillögu að hóflegri kostnaðarþátttöku notenda.

      Ishmael David mætir til fundarins undir þriðja dagskrárlið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja á gjald vegna notkunar rafhleðslustöðvar við Fjörð og vísar tillögu að gjaldtöku til samþykktar í bæjarráði. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að gjaldtaka fyrir hraðhleðslu (DC) verði 20kr. fyrir kWh. og 19kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar. Gjaldtaka fyrir hæghleðslu (AC) verði 20kr. fyrir kWh. og 2kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar.

    • 2001386 – Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs

      Tekið fyrir að nýju bréf Umhverfisstofnunar dags. 20.1.2020 þar sem minnt er á hertar kröfur endurvinnsluhlutfalls heimilisúrgangs sem innleiddar verða árið 2020 í íslenska löggjöf. Markmið ársins 2020 er 50%. Endurvinnsluhlutfall Hafnarfjarðarbæjar var árið 2018 6,59 skv. skráningu en vankantar eru á henni. Jafnframt verða kynntar sorphirðutölur í Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Farið yfir stöðu verkefna og næstu skref rædd.

      Erindi frestað.

    • 1911351 – Vatnsveita, krafa um yfirferð gjaldskrár, vatnsgjald

      Lagt fram til kynningar bréf Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 30.1.2020 til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í kjölfar bréfs ráðuneytisins dags. 13.11.2019 þar sem farið er fram á að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélagsins verði yfirfarnar.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt