Umhverfis- og framkvæmdaráð

26. febrúar 2020 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 348

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1912275 – Fjölmiðlaefni um loftslagsmál, grænar lausnir og nýsköpun á því sviði, framleiðsla, erindi

   Lagt fram erindi Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Grænvangur, Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð,
   í samstarfi við Sagafilm og RÚV varðandi stuðning við framleiðslu fjölmiðlaefnis um loftslagsmál, grænar lausnir og nýsköpun á því sviði. Fulltrúar hópsins mæta til fundarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Tinnu Jóhannsdóttur og Elínu Hirst fyrir kynninguna og samþykkir stuðning við verkefnið að fjárhæð kr. 2.000.000 sem hluta af fræðsluhluta umhverfis- og auðlindastefnu.

  • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

   Tekið fyrir að nýju staða verkefna og aðgerðaráætlun ársins 2020. Frestað frá síðasta fundi.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum frá fræðsluráði varðandi mælingar á matarsóun í leik- og grunnskólum. Auk þess er óskað eftir upplýsingum umhverfis- og skipulagssviðs varðandi stefnumótum og fyrirkomulag rafhleðslustöðva í eldri hverfum.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir stuðning við verkefnið “Hvað getum við gert” málsnúmer 1912275 að fjárhæð kr. 2.000.000.

  • 2002210 – Mat á kolefnisspori á skipulagsstigi - fyrsta skref í átt að kolefnishlutleysi, skýrsla

   Lögð fram skýrsla Eflu verkfræðistofu fyrir Skipulagsstofnunum um Mat á kolefnisspori á skipulagsstigi sem gefin var út í janúar 2020.

   Lagt fram og vísað til vinnu umhverfis- og auðlindastefnu og til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

   Tekið fyrir að nýju. Lögð fram greinargerð Eflu verkfræðistofu varðandi áhrif opnunar á miðeyju við stoppistöð Strætó við Fjörð sem og útfærslur við Ásvallalaug og á Flatahrauni.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir við opnun miðeyju á Fjarðargötu við Fjörð, útfærslu á stoppistöð við Ásvelli og hringtorg á Flatahrauni við Kaplakrika í samræmi við skýrslur Eflu verkfræðistofu dags. 14.2. og 26.2.2020 og forhönnun hringtorgs.

  • 2002209 – Gjaldtaka ferðamannastaða

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir heimild bæjarráðs til að undirbúa gjaldtöku við bílastæði á ferðamannastöðum og útivistasvæðum.

  • 1906244 – Hvaleyrarvatn, ósk um viðræður og samvinnu til að bæta aðstöðu almennings

   Tekið fyrir að nýju erindi St. Georgsgildis vegna aðkomu bæjarins að salernisaðstöðu í nágrenni Skátalunds sem væri opið öllum sem um svæðið fara.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í samvinnu við St.Georgsgildið í Hafnarfirði og verði fjármagn að fjárhæð 2.500.000 tekið af fjárfestingalið fjárhagsáætlunar.

  • 1806309 – Hamarinn, grisjun trjáa

   Tekið til umræðu grisjun trjáa í Hamrinum. Borist hafa erindi frá íbúum þar sem fyrirhugaðri grisjun er mótmælt.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar frekari grisjun.

  • 2001607 – Víðistaðatún, viðburðir 2020

   Lagt fram til kynningar viðburðadagatal Víðistaðatúns fyrir sumarið 2020 eins og staðan er í dag.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

   Lögð fram skýrsla starfshóps um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla dagsetta í apríl 2019 ásamt viðauka, uppdrætti, húsrýmislykli og kostnaðarmati.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

Ábendingagátt