Umhverfis- og framkvæmdaráð

12. ágúst 2020 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 358

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
  • Hrafnkell Karlsson varamaður

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði
  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lagt fram minnisblað Sambands sveitarfélaga varðandi fjárhagsáætlun 2021.

    • 1402013 – Sorpa bs, gas- og jarðgerðarstöð

      Til fundarins mætir Ágúst Bjarni fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Sorpu.

    • 2002331 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2021

      Tekið til umræðu samningar vegna sorphirðu. Núgildandi samningar eru í gildi tl 2.5.2021.

    • 1908381 – Hraunvallaskóli minnisblað

      Tekin til umræðu að fara í vettvangsferð í Hraunvallaskóla.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Lögð fram umsögn umhverfis- og veitustjóra vegna skipulagslýsingar.

    • 1411212 – Borgarlína

      Lögð fram frumdrög fyrsta áfanga Borgarlínu. Óskað er eftir að ábendingar berist fyrir 17. ágúst 2020.

    • 2007365 – Lyklafellslína 1

      Lögð fram til kynningar og umsagnar drög að tillögu matsáætlunar Lyklafellslínu 1.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Kynnt staða á rekstri sviðsins til og með maí 2020.

    • 2007378 – Flatahraun, hringtorg við Skútahraun, gatnagerð

      Óskað er eftir heimild til að bjóða út nýtt hringtorg við gatnamót Skútahrauns og Flatahrauns.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela sviðinu að bjóða út nýtt hringtorg við gatnamót Skútahrauns og Flatahraun.

    • 2004364 – Hamranes I, gatnagerð

      Lögð fram niðurstaða útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið sé til samninga við lægstbjóðanda.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Staða framkvæmdarinnar tekin til umræðu.

    • 2003461 – Hamranes, jarðvegstippur

      Lagt fram erindi Gröfu og grjót ehf. varðandi grænt tilraunarverkefni. Um er að ræða beiðni um svæði til afnota vegna endurvinnslu á burðarhæfu efni sem stuðlar að jákvæðri nýtingu jarðefna.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðinu að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu.

    • 2008112 – Upplandið, rallakstur Rally í Reykjavík 2020

      Lagt fram erindi Rall í Reykjavík um akstur einnar sérleiðarinnar um uppland Hafnarfjarðar 3.september.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir.

    • 1407049 – Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn

      Tekið til umræðu.

    Fundargerðir

Ábendingagátt