Umhverfis- og framkvæmdaráð

26. ágúst 2020 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 359

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1908381 – Hraunvallaskóli minnisblað

   Tekið til umræðu

   Í ljósi aðstæðna er fyrirhugaðri heimsókn frestað en þess í stað óskar ráðið eftir að erindið verði tekið til skoðunar og kostnaðarmats á umhverfis- og skipulagssviði með tilliti til viðhaldsframkvæmda og rýmisgreiningu stofnana.

  • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

   Farið yfir stöðu rekstrar til og með júní 2020.

   Lagt fram.

  • 2008143 – Kínversk ljósahátíð á Víðistaðatúni

   Lagt fram erindi Viðburða ehf. varðandi að halda kínverska ljósahátíð á Víðistaðatún í október.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka til skoðunar umfang hátíðarinnar með tilliti til notkunar og aðgengi almennings á svæðinu.

  • 0908005 – Brekkugata 9, steinhleðslur

   Lagt fram endurnýjað erindi íbúa Brekkugötu 9 varðandi hlaðinn steinvegg á lóðarmörkum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir áliti bæjarlögmanns á erindinu.

  • 2002331 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2021

   Tekið til umræðu á ný.

   Ishmael David verkefnastjóri mætti til fundarins undir fimmta dagskrárlið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka saman minnisblað um núverandi samning, verð og þjónustustig, í samanburði við nágrannasveitarfélögin.
   Fulltrúi Samfylkingarinnar bókar:
   Í ljósi mikilvægi samræmingar á sorphirðu og flokkun á höfuðborgarsvæðinu vil ég leggja áherslu á að varlega verði farið í bindandi útboð á sorphirðu í Hafnarfirði á þessum tímapunkti. Í ljósi þess að nú er að störfum starfshópur á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem á að skila af sér tillögum að samræmingu í flokkun og sorphirðu nú í haust. Tel ég því ekki rétt að fara í bindandi tilboð á hirðingu sorps í bænum fyrr en niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir.

  • 2008247 – Reykjavíkurvegur, endurnýjun fráveitulagna

   Tekið til umræðu fjárheimildir og áætlaður kostnaður vegna endurnýjunar fráveitulagna við Reykjavíkurveg.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila gerð verðkönnunar vegna endurnýjunar fráveitulagna við Reykjavíkurveg.

  • 2008282 – Klettahlíð, umferðaröryggi

   Lagt fram erindi íbúa í Furuhlíð varðandi akstur strætó um Klettahlíð.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og óskar eftir að sett verði upp hraðaskilti sem sýnir umferðahraða niður Klettahlíð.

  • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

   Tekið til umræðu leið 19 í nýju leiðarkerfi í Hafnarfirði og beiðni um breytingar á leið 1.

   Tekið til umræðu.

  • 1902478 – Ósk um viðbótarrými vegna frístundaheimilis Öldusels

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir hluta af verkefninu og vísar erindinu til bæjarráðs með ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2020.

  • 2008346 – Húsnæði stofnana Hafnarfjarðarbæjar, rýmisgreining

   Tekið til umræðu nýting húsnæðis bæjarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að vinnu skýrslu um rýmisgreiningu stofnana bæjarins með það að markmiði að tryggja yfirsýn yfir nýtingu húsnæðis.

  • 1411212 – Borgarlína

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við frumdrög dags. 7.7.2020.
   Fulltrúi Miðflokksins lýsir furðu yfir fullyrðingum og mótsögnum sem fram koma i frumdrögum um fyrsta áfanga Borgarlínu sem liggur fyrir fundinum. Ennfremur hvernig einkabílnum er gert eins óhægt um vik og mögulegt er til að fjölga fólki í Borgarlínu, eða eins og segir í frumdrögunum: „Almennar akstursakreinar eru í flestum tilfellum ein í hvora átt.“ Þá segir: „?hægt verður að fækka akreinum og bílastæðum“, ennfremur „Með tilkomu Borgarlínu dregur úr vexti bílaumferðar og tryggt að hún vaxi ekki í hlutfalli við íbúafjölgun.“, „Forgangsröðun á rýminu skal vera eftirfarandi: Sérrými Borgarlínu sem ekur í sérrými í miðju götunnar, næst gangandi þá hjólandi og að lokum akandi“.
   Þá koma fram mótsagnir eins og „kerfinu er ætlað að gera fólki kleift að ferðast hratt um höfuðborgarsvæðið“ og „hraði skal ekki vera yfir 20 km/klst. í íbúðabyggð en á stofnleiðum 40 km/klst.“ „Hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínan snúast ekki um hraða heldur skilvirkni?“
   Þá segir um hlutfall almenningssamgangna: „Markmiðið er að fjórfalda notkun almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins“ Í dag er það hlutfall 4% og fjórfaldist sú tala verður hlutfall almenningssamgangna 16%. Sem þýðir að þá á eftir að koma 84% umferðarinnar um þessa einstíga sem bílum verður ætlað að aka um. Þá sætir furðu að vera hér að fjalla um eða samþykkja frumdrög um fyrsta áfanga Borgarlínu án þess að fyrir liggi kostnaðaráætlun um einstaka áfanga línunnar en aðeins er ein tala nefnd sem er 49,6 milljarðar króna sem áætlaðir eru fyrir innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur til ársins 2035.

  • 1407049 – Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn

   Tekið fyrir að nýju.

   Berglind Guðmundsdóttir verkefnastjóri mætti til fundarins undir tólfta dagskrárlið.

   Farið yfir þær tilnefningar sem bárust.

  • 2008463 – Ósk um samstarf varðandi rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu í Hafnarfirði

   Lagt fram erindi OSS rafrennur ehf. varðandi ósk um samstarf við sveitarfélagið vegna rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu.

   Lagt fram.

  • 2005334 – Suðurbæjarlaug, þak

   Lagt fram tilboð í þakviðgerð inni.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að ganga til samninga við lægstbjóðanda, E. Sigurðsson ehf.

  Fundargerðir

Ábendingagátt