Umhverfis- og framkvæmdaráð

7. október 2020 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 362

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 30.9.2020 þar sem m.a. var samþykkt breyting á skipan umhverfis- og framkvæmdaráði þannig að Sverrir Jörstad Sverrisson verður aðalmaður og Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður.

      Lagt fram.

    • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar

      Lagt fram til kynningar drög vegna endurskoðunar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Tekin til umræðu fjárhagsáætlun 2021 og gjaldskrár 2021.

      Tekið til umræðu.

    • 1908442 – Frisbígolf, Viðistaðatúni

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði þann 9.9.2020 eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar vegna tillögu að stækkun frísbígolfvallarins á Víðistaðatúni. Bókun íþrótta- og tómstundanefndar frá 16.9.2020 lögð fram.
      “Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar fyrirhugaðri stækkun frisbígolfvallar, sem er til þess fallin að styðja betur við útivist og hreyfingu almennings. Nefndin leggur til að skoðað verði hvort Frisbígolfvelli sé betur komið á öðrum stað í bænum þar sem minna er um árekstra við gangandi vegfarendur en að til vara verði brautarskipulag endurskoðað með það að markmiði að fækka brautum sem fara yfir göngustíga.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir stækkun vallarins og felur sviðinu nánari útfærslu hans.

    • 2008463 – Ósk um samstarf varðandi rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að nýju erindi frá OSS rafrennur ehf. varðandi ósk um samstarf við sveitarfélagið vegna rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu. Lögð fram bókun bæjarráðs: “Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunarvinnu.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka erindið til frekari skoðunar.

    • 2008143 – Kínversk ljósahátíð á Víðistaðatúni

      Lagt fram endurnýjað erindi þar sem óskað er eftir að fá að halda hátíðina um miðjan september 2021.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að svara erindinu.

    • 2009662 – Stjórnunar- og verndarætlun fyrir friðlýst svæði.

      Tekin til umræðu gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2010043 – Áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns í Garðabæ

      Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar varðandi friðun á Urriðakotshraun í Garðabæ.

      Lagt fram.

    • 2009107 – Umhverfis- og skipulagssvið, sumarátak 2020

      Kynnt vinna starfsmanna í átaksverkefnum sumarsins varðandi skjalamál og urriðagöngu úr sjó í Lækinn.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt