Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. október 2020 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 363

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Tekð til umræðu. Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana.

      Tekið til umræðu.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Kynnt staða rekstrar fram til ágúst 2020 og fjárfestinga 2020.

      Tekið til umræðu.

    • 2010303 – Gatnalýsing, uppsetning og rekstur

      Lagt fram erindi HS Veitna hf varðandi uppsögn á uppsetningu og rekstri á gatnalýsingu í Hafnarfirði.

      Lagt fram.

    • 2008463 – Ósk um samstarf varðandi rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að nýju.

      Afgreiðslu frestað.

    • 2008282 – Klettahlíð, umferðaröryggi

      Tekið fyrir að nýju.

      Klettahlíð er safngata og mælingar sýna að umferðarhraði er að meðaltali undir hámarkshraða. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að óska eftir því við Strætó bs. að umhverfisvænni og minni vagnar aki í gegnum hverfið.

    • 2010194 – Kjóadalur, beitarhólf

      Lagt fram erindi Íshesta, Hraunhesta og Skátafélagsins Hraunbúa varðandi afnot af Kjóadal. Samningur um beitarhólf í Kjóadal rennur út næsta vor.

      Ishmael David verkefnastjóri mætti til fundarins undir sjötta dagskrárlið.

      Erindi frestað.

    • 2009528 – Víkingastræti 1-3, umferðaröryggi

      Lagt fram erindi Fjörukráarinnar þar sem óskað er eftir að Víkingastræti við Fjörukránna verði gert að einstefnugötu frá Strandgötu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2009641 – Öldutún, umferðaröryggi

      Björn Sighvatsson lagði þann 21.9.2020 inn erindi þar sem settar eru fram tillögur að úrbótum vegna öryggis gangandi vegfaranda við Öldutúnsskóla.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar innsent erindi og felur sviðinu að taka það til frekari skoðunar.

    • 2009662 – Stjórnunar- og verndarætlun fyrir friðlýst svæði.

      Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun dags. 14. október 2020 þar sem kemur fram að hafinn sé undirbúningur við gerð stjónunar- og verndaráætlunar fyrir Hamarinn, Kaldárhraun, Gjárnar og Litluborgir. Óskað er eftir að Hafnarfjarðarbær skipi fulltrúa í samstarfshóp við gerð þessara áætlana.

      Berglind Guðmundsdóttir verkefnastjóri mætti til fundarins undir níunda dagskrárlið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tilnefna Berglindi Guðmundsdóttur og Guðmund Elíasson í samstarfshóp um gerð stjórnunar og verndraráætlunar fyrir Hamarinn, Kaldárhraun, Gjárnar og Litluborgir.

    • 2010377 – Smart city, verkefni

      Kynnt verkefni sem tengjast Smart city.

      Kynnt verkefni sem tengjast snjallvæðingu.

    • 0908005 – Brekkugata 9, steinhleðslur

      Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar umsagnar byggðasafnsins.

    Fundargerðir

Ábendingagátt