Umhverfis- og framkvæmdaráð

4. nóvember 2020 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 364

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri, Ishmael David verkefnastjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri, Ishmael David verkefnastjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2009422 – Áslandsskóli aðstaða skólalóð

      Lögð fram bókun Fræðsluráðs: “Fræðsluráð samþykkir að setja pannavöll á skólalóð Áslandsskóla. Fræðsluráð tekur jafnframt heilshugar undir mikilvægi þess að bæta útileikaðstöðu fyrir börn í Áslandsskóla. Vinnu við þá framkvæmd er vísað til umhverfis- og framkvæmdasviðs með ósk um að skólalóðin verði endurnýjuð á næsta fjárhagsári í samvinnu við FM hús. Fræðsluráð leggur áherslu á að hönnun og vinna verði gerð í samráði við skólastjórnendur Áslandsskóla, nemendaráð, foreldra, umhverfis- og framkvæmdasvið og ekki síst húseigenda, enda ber honum samkvæmt samningi að viðhalda og endurnýja leiktæki á skólalóðinni.”

      Fulltrúi Samfylkingar tekur undir bókun fulltrúa foreldraráðs sem lögð var fram í fræðsluráði þann 7.10.2020. Þar sem bent er á brýna þörf þess að gera heildstæða úttekt á öllum skólalóðum í Hafnarfirði og bregðast við og gera endurbætur við fyrsta tækifæri. Með heilstæðri úttekt og metnaðaðarfullri endurbótaáætlun getum við bætt leiksvæði skóla í Hafnarfirði og stutt þannig við áherslur bæjarins sem Heilsubæ. Öflug og fjölbreytt leiksvæði styðja gott skólastarf innan og utan veggja skólanna.

      Fulltrúar umhverfis- og framkvæmdaráðs taka undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar og fela sviðinu að gera heildstæða úttekt á skólalóðum og taka upp viðræður við eigendur skólans um staðsetningu á pannavelli á skólalóðinni.

    • 1904289 – Gráhelluhraun, göngu- og reiðstígar

      Tekin til umræðu á ný gönguleið í Gráhelluhrauni.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að aðgengi ólíkra hópa í upplandi Hafnarfjarðar sé í samræmi við skipulag og vill árétta að varúð og tillitsemi sé viðhögð á göngustígum sem þvera reiðleiðir í nágrenni við athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla sem og annars staðar í upplandinu. Sérstaklega eru reiðhjólamenn og þeir sem aka um á vélbúnum tækjum minntir á mikilvægi þess að taka tillit til hestamanna í upplandi Hafnarfjarðar.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir samvinnu við Hestamannafélagið Sörla um endurskoðun á grunnreiðleiðum í nágrenni við athafnasvæði félagsins og tengingar við lengri reiðleiðir.

    • 1909282 – Sörli, reiðvegir á félagssvæði

      Tekið fyrir að nýju erindi Sörla vegna viðhalds og framkvæmda á reiðstígum í upplandi Hafnarfjarðar.

      Tekið til umræðu.

    • 2010194 – Kjóadalur, beitarhólf

      Tekið fyrir að nýju erindi Íshesta, Hraunhesta og Skátafélagsins Hraunbúa varðandi afnot af beitalandi í Kjóadal.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa beitarhólf í Kjóadal.

    • 2010699 – Krýsuvík, dreifing moltu frá Terra í landi Hafnarfjarðarbæjar

      Tekin til umræðu frétt um dreifingu moltu í Krýsuvík. Svæðið er innan sveitarfélagsmarka Hafnarfjarðar,

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vill árétta að leita þarf samþykkis landeigenda vegna aðgerða í landi Hafnarfjarðar af hvaða toga sem þær aðgerðir eru og felur sviðstjóra að koma athugasemdum til þeirra aðila sem stóðu að dreifingu á moltu í landi bæjarins í heimildarleysi.

    • 2008463 – Ósk um samstarf varðandi rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að nýju erindi frá OSS rafrennur ehf. varðandi ósk um samstarf við sveitarfélagið vegna rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar nánari útfærslu varðandi leyfi fyrir staðsetningu og aðstöðu til sviðsins. Umsókn um fjárhagslegan stuðning er hafnað.

    • 2010303 – Gatnalýsing, uppsetning og rekstur

      Tekið fyrir að nýju bréf dags. 12.10.2020 frá HS veitum þar sem tilkynnt er um ákvörðun stjórnar HS veitna þann 9.10.2020 um að hætta þjónustu vegna uppsetningu og reksturs gatnalýsingar. Lagt fram svar Hafnarfjarðarbæjar dagsett 22. október 2020.

      Lagt fram.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Lagt fram bréf Hafnarfjarðarbæjar varðandi akstur minni vagna á innanbæjarleiðinni.

      Lagt fram.

    • 2008247 – Reykjavíkurvegur, endurnýjun fráveitulagna

      Lögð fram tilboð sem bárust í verkið Reykjavíkurvegur, endurnýjun fráveitulagna. Tilboð bárust frá 6 aðilum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

    • 0908005 – Brekkugata 9, steinhleðslur

      Lögð fram umsögn bæjarminjavarðar.

      Lagt fram.

    • 2010298 – Heilbrigiðiseftirlitssvæði

      Lagt fram erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir afstöðu Hafnarfjarðarkaupstaðar um hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum. Bæjarráð vísaði málinu þann 22.10.2020 til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umsagnar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að ósk sveitarfélaganna Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um að vera bætt við starfssvæði heilbrigðiseftirlitssvæðis (Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis)verði samþykkt.

    • 2010553 – Álfsnes, tilkynning um útgáfu starfsleyfis

      Lagður fram tölupóstur dags. 22.10.2020 frá Umhverfisstofnun þar sem tilkynnt er um útgáfu starfsleyfis fyrir jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi og bent á kærurétt.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt