Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. desember 2020 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 367

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

 1. Almenn erindi

  • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

   Teknar fyrir tillögur sem var vísað til umhverfis- og framkvæmdarráðs frá bæjarstjórn.

   Lagt fram og vísað til afgreiðslu aukafundar sem haldinn verður 9. desember 2020.

  • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

   Fræðsluráð vísar eftirfarandi bókun til umhverfis og skipulagssviðs: “Fræðsluráð vísar ósk Engidalsskóla um stækkun skólans í sjö árganga til umhverfis- og skipulagssviðs þar sem óskað er eftir því að sviðið vinni með skólastjórnendum að undirbúning að stækkun.”

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati.

  • 2011220 – Skólalóðir

   Fræðsluráð vísar eftir farandi bókun til umhverfis og skipulagssviðs: “Fræðsluráð samþykkir að vísa tillögunni til samþykktar umhverfis- og framkvæmdaráðs og óskar eftir samvinnu um næsta skref.”

   Endurbætur skólalóða er þegar í vinnslu og er á fjárhagsáætlun næsta árs.

  • 2008463 – Ósk um samstarf varðandi rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu í Hafnarfirði

   Lögð fram drög samnings milli Hafnarfjarðarbæjar og Oss hf. varðandi rekstur rafhlaupahjóla og rafhjólaleigu í Hafnarfirði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan samning og heimilar sviðinu að ganga til samninga.

  • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

   Tekin til umræðu uppsetning öryggismyndavéla innan hverfa.

   Ekki er gert ráð fyrir uppsetningu öryggismyndavéla innan hverfa að sinni.

  • 2011299 – Reykjavíkurvegur, umferðaröryggi

   Tekin til umræðu U-beygjubann á Reykjavíkurvegi við Hellisgötu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ekki verði heimilt að taka u-beygju á Reykjavíkurvegi við Hellisgötu og Hverfisgötu.

  • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar framkomið svar Vegagerðarinnar vegna beiðni ráðsins um kostnaðar og áhættumat vegna syðri hluta Bláfjallavegar (417-02) og Leiðarendavegar (402-01).
   Framkomin gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi telur umhverfis- og framkvæmdaráð mikilvægt að árétta að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar hér með ósk um kostnaðarmat vegna syðri hluta Bláfjallavegar(417-02) og Leiðarendavegar(402-01).
   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar svari Vegagerðarinnar til bæjarráðs.

  • 2011212 – Ákvörðun, framkvæmdir, göngustígur í Gráhelluhrauni, mál nr. 118 árið 2020, kæra

   Tekið til umræðu.

   Tekið til umræðu.

  • 2007365 – Lyklafellslína 1

   Kynnt tillaga að matsáætlun.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2011301 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60-2013, umsagnarbeiðni

   Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013. Frestur til athugasemda er 1. desember 2020.

   Tekið til umræðu.

  • 2011562 – Frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, umsagnarbeiðni

   Umsagnarbeiðni barst vegna frumvarps til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Frestur til að veita umsögn er til 9. desember 2020.

   Tekið til umræðu.

  • 1601342 – Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir

   Lagt fram bréf SSH til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 10. nóvember 2020,um þörf á að ganga frá rekstrar- og viðhaldsþáttum varðandi skilavegi og að samningar á grundvelli 5. mgr. 6. gr. Samgöngusáttmálans þurfi að eiga sér stað. Einnig lagt fram svarbréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 11. nóvember 2020.

   Umhverfis og framkvæmdaráð bendir á að fyrir liggur mikil viðhaldsþörf á þeim vegum sem fyrirhugað er að bærinn taki til sín og nauðsynlegt er að þeim verði skilað í góðu ástandi eða þeim fylgi nauðsynlegt fjármagn til viðhalds og endurnýjunar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt