Umhverfis- og framkvæmdaráð

16. desember 2020 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 369

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Kynnt staða rekstrar til október 2020.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2011115 – Hestamannafélagið Sörli, æskulýðsnefnd, viðurkenning á æfingasvæði, erindi

      Lagt fram bréf æskulýðsnefndar Sörla þar sem m.a. er óskað eftir að svæði við Gráhelluhraun verði viðurkennt sem æfingasvæði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til vinnu starfshóps um stíga í upplandinu sem stofnaður verður í byrjun næsta árs.

    • 2012217 – Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Gráhelluhraun

      Lagt fram erindi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar varðandi Gráhelluhraun og merkingar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið um skilti og óskar eftir samráði um staðsetningu. Erindi er varðar stíg í Gráhelluhrauni er vísað til vinnu starfshóps um stíga í upplandinu sem stofnaður verður í byrjun næsta árs.

    • 2010194 – Kjóadalur, beitarhólf

      Lögð fram umsókn um beitarhólfið í Kjóadal. Auglýsingartíma er lokið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að gengið verði til samninga við Íshesta um beitarhólfið í Kjóadal. Samningur verði gerður til þriggja ára með 6 mánaða uppsagnarfresti og heimild til framlengingar um eitt ár.

    • 2011220 – Skólalóðir

      Tekin til umræðu úttekt á grunnskólalóðum.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar þeirri úttekt sem lögð hefur verið fyrir fundinn. En vill um leið minna á bókun ráðsins þar sem tekið var undir bókun foreldraráðs Hafnarfjarðar þar sem “…er lagt til að gerð verði úttekt á skólalóðum grunnskóla Hafnarfjarðar, gæðum þeirra, öryggismálum og hvernig megi bæta þær fyrir börn í Hafnarfirði.”
      Því vill ég árétta þörf á því að farið verði í samtal við skólasamfélagið um uppbyggingu skólalóða þannig að þær nýtist sem best og ýti undir hreyfiþroska og heilbrigði barna í Hafnarfirði.

    • 2008282 – Klettahlíð, umferðaröryggi

      Tekið fyrir erindi íbúa við Furuhlíð varðandi umferðaröryggi í Klettahlíð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að svara erindinu.

    • 2012201 – Rafhlaupahjól í Hafnarfirði, umsókn um leyfi til reksturs stöðvalausra deililegu

      Tekið fyrir erindi Hopp um leyfi til reksturs stöðvalausra deilileigu fyrir rafhlaupahjól.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og heimilar sviðinu að taka upp viðræður við Hopp Mobility ehf.

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Tekin til umræðu framgangur verksins.

      Tekið til umræðu.

    • 2006077 – Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar

      Kynnt drög að Trjáræktunarstefnu Hafnarfjarðarbæjar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar umsagna hagsmunaaðila, skipulags- og byggingarráðs og menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1910422 – Reykjanesfólkvangur, lúpína, beiðni um styrk

      Lögð fram árskýrsla Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd 2020 sem og ósk um áframhaldandi styrk árið 2021.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir styrk að fjárhæð 50.000 kr.

    • 2011301 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60-2013, umsagnarbeiðni

      Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013. Frestur til athugasemda er 1. desember 2020.

      Lagt fram.

    • 2012105 – Loftgæði, losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu

      Lögð fram til kynningar skýrsla um losun svifryks frá gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem unnin var af verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ fyrir Vegagerðina.

      Lagt fram.

    • 2012068 – Samstarfshópur um umferðarljósastýringar

      Lagt fram erindisbréf samstarfshóps Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um umferðarljósastýringar.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt