Umhverfis- og framkvæmdaráð

27. janúar 2021 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 371

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður
 • Hrafnkell Karlsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

   Lagt fram erindisbréf starfshóps um stíga í upplandinu.

   Erindi frestað.

  • 2011085 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2020 og viðhaldsáætlun 2021

   Tekið fyrir að nýju.

   Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjóri mætti til fundarins undir öðrum dagskrárlið.

   Fulltrúi Miðflokksins Arnhildur Ásdís Kolbeins leggur til að Hafnarfjarðarbær efni til rammasamningsútboðs um viðhaldsverkefni og smærri framkvæmdaverkefni vegna fasteigna bæjarins til tveggja ára 2021-2022, í þeim tilgangi að auka hagkvæmni verkefna, gagnsæi og jafnræði. Jafnframt að stærri viðhalds- og framkvæmdaverkefni verði boðin út í almennum útboðum.

  • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

   Fulltrúar Hauka mæta til fundarins og kynna uppbygginu grasvalla á svæðinu.

   Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Hauka og Pétur Vilberg Guðnason Verkfræðingur hjá Strendingi mættu til fundarins undir þriðja dagsrkárlið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

   Fulltrúar FH mæta til fundarins og kynna uppbyggingu grasvalla á svæðinu.

   Viðar Halldórsson mætti til fundarins undir fjórða dagskrárlið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 1808351 – Suðurbæjarlaug, framkvæmdir

   Tekið til umræðu framkvæmdir við Suðurbæjarlaug.

   Tekið til umræðu og óskað umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

   Tekið til umræðu.

   Ishmael David verkefnastjóri mætti til fundarins undir sjötta dagskrárlið.

   Tekið til umræðu.

  • 2101549 – Grísanes, stígur

   Tekin til umræðu lýsing á stígnum við Grísanes.

   Tekið til umræðu.

  • 1904410 – Miðbær, skammtímabílastæði

   Lagt fram erindi Markaðstofu Hafnarfjarðar varðandi skammtímastæði í miðbænum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að merkingar skammtímastæða verði lagfærð. Erindi er varðar skammtímastæði við Vesturgötu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1508585 – Norðurbakki tjörn

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að lækka yfirborð tjarnar á veturna og að öldubrjótar verði settir upp og kantur hækkaður.

  • 2101307 – Stefna um meðhöndlun úrgangs, umsagnarbeiðni

   Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Meginmarkmið stefnunnar eru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, vinna að kolefnishlutleysi Íslands og að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

   Lagt fram.

  • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

   Lögð fram til kynningar útboðgögn vegna hönnunar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að bæjarlögmaður yfirfari fyrirliggjandi
   útboðsgögn vegna hönnunar á knatthúsi.

  Fundargerðir

Ábendingagátt