Umhverfis- og framkvæmdaráð

10. febrúar 2021 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 372

Mætt til fundar

  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Hallbergsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Friðþjófur Helgi Karlsson vék af fundi kl. 9:55.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Friðþjófur Helgi Karlsson vék af fundi kl. 9:55.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram bókun bæjarstjórnar um breytingar í umhverfis- og framkvæmdaráði frá 28.10.2020 um að Sævar Gíslason Engjavöllum 5b verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Kristins Jónssonar og frá 3.2.2021 um að Friðþjófur Helgi Karlsson, Miðvangi 4, verði aðalmaður í stað Sverris Jörstad Sverrissonar, Sunnuvegi 11, sem verður varamaður.

      Lagt fram.

    • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju erindisbréf starfshóps um stíga í upplandinu. Lögð fram tillaga um skipan starfshópsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og skipar Helgu Ingólfsdóttur, Önnu Karen Svövudóttur og Jón Atla Magnússon í starfshópinn frá meirihluta. Stefán Már Gunnlaugsson og Sigurður Pétur Sigmundsson eru fulltrúar minnihluta skipaðir frá skipulags- og byggingarráði. Helga Ingólfsdóttir verði formaður hópsins.

    • 2009106 – Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag

      Þráinn Hauksson kynnir hugmyndir að breyttu deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns. Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdaráði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 2101307 – Stefna um meðhöndlun úrgangs, umsagnarbeiðni

      Tekin fyrir að nýju stefna umhverfis-og auðlindaráðherra í úrgangsmálum. Ishmael David mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar umsagnargerð til umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2011084 – Álfasteinn starfsaðstæður

      Kynnt minnisblað.

      Lagt fram.

    • 2011220 – Skólalóðir

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða forgangsröðun verkefna við endurnýjun á skólalóðum.

      Nú liggur fyrir ákvörðun um framkvæmdir á skólalóðum bæjarins. Um leið og fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að ráðist verði í þessar framkvæmdir þá ítrekar hann að mikilvægt hefði verið að hafa ríkt samtal, um endurhönnun skólalóða við hvern skóla, við starfsfólk skólanna, nemendur og foreldra.
      Einnig hefði verið nauðsynlegt að leggja ríkari áherslu á faglegan grunn endurbótana byggðan á uppeldis- og kennslufræði við mótun þessara tillagna sem nú liggja fyrir. Góð skólalóð á að stuðla að eflingu hreyfiþroska skólabarna, hollri útiveru og betri líðan barnanna. Hún á að stuðla að möguleikum á fjölbreyttari kennsluháttum út frá skólastefnu hvers skóla. Á þessum grunni hefur þessi vinna ekki byggt.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Tekið fyrir að nýju varðandi grasvelli.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að vinna útboðsgögn vegna grasvalla á athafnasvæði Hauka.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Tekið fyrir að nýju varðandi grasvelli.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að vinna útboðsgögn vegna grasvalla á athafnasvæði FH.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Lögð fram að nýju útboðsgögn vegna hönnunar á reiðhöll.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út hönnun á reiðhöll á athafnasvæði Sörla.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lögð fram útboðsgögn vegna hönnunar á knatthúsi.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út hönnun á knatthúsi á Ásvöllum.

    • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

      Óskað er eftir heimild til bjóða út endurgerð á 2, 3 og 4 hæð Sólvangs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út endurgerð á 2, 3, og 4 hæð eldri Sólvangs, eldra húsi.

    • 2102203 – Styrkir til fráveituframkvæmda

      Kynntar reglur varði styrki til framkvæmda í fráveitumálum

      Lögð fram til kynningar reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga.

    • 2101666 – Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál. umsagnarbeiðni

      Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál. Umsagnarfrestur er til 9. febrúar 2021.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt