Umhverfis- og framkvæmdaráð

24. febrúar 2021 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 373

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Kynning Resource á aðferðafræði við áframhaldandi vinnslu á umhverfis- og auðlindastefnu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Karli Eðvaldssyni fyrir kynninguna.

    • 2101307 – Stefna um meðhöndlun úrgangs, umsagnarbeiðni

      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

      Lagt fram.

    • 2102340 – Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

      Lögð fram skýrsla Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu til kynningar og umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að flokkun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu öllu sé samræmd og styður tillögu starfshóps um úrgangssöfnun á höfuðborgarsvæðinu þar sem lagt er til að flokkarnir verði fjórir.

    • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

      Lögð fram drög að útboðsgögnum.

      Arnhildur Ásdís Kolbeins vék af fundi við afgreiðslu fjórða dagskrárliðs.

      Lagt fram og afgreiðslu frestað.

    • 2102424 – Krýsuvík, uppgræðsla 2021

      Lagt fram erindi Landgræðslunnar varðandi styrk til áframhaldandi uppgræðslu í Krýsuvík.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir þátttöku í verkefninu árið 2021.

    • 2011084 – Álfasteinn starfsaðstæður

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar umsagnar frá fræðsluráði varðandi framlagt minnisblað um leiðir til að mæta þarfagreiningu leikskólans Álfasteins.

    • 2102250 – Sérkennsla og skrifstofa leikskólastjóra í Hraunvallaleikskóla

      Lögð fram ósk leikskólastjóra Hraunvallaleikskóla um breytingar á rými skólans. Fræðsluráð vísaði á fundi sínum þann 10.2. sl. erindi Hraunvallaleikskóla til umhverfis- og skipulagssviðs til frekari úrvinnslu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka erindið til skoðunar.

    • 1701334 – Sólvangsvegur 2, hjúkrunarheimili, framkvæmdir

      Útboðsgögn lögð fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2008282 – Klettahlíð, umferðaröryggi

      Lögð fram til kynningar umferðartalning sem gerð var í janúar 2021.

      Frestað.

    • 1309501 – Skautasvell

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2102472 – Skolpdælustöð Krosseyri, bílastæði

      Tekin til umræðu bílastæðin við Krosseyri.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að bílastæðin við Krosseyri verði skilgreind sem skammtímastæði.

    Fundargerðir

Ábendingagátt