Umhverfis- og framkvæmdaráð

21. apríl 2021 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 378

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Kynnt vinna við endurskoðun á miðbæjarskipulaginu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Gunnþóru Guðmundsdóttur fyrir kynninguna.

    • 2009106 – Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag

      Kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hvaleyrarvatn.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Þránni Haukssyni fyrir kynninguna.

    • 2012217 – Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Gráhelluhraun

      Lagt fram erindi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar dags. 7.4.2021 er varðar göngustíg í Gráhelluskógi og aðgengi að honum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til vinnslu í starfshóp um stíga í upplandinu.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Lögð fram niðurstaða á útboði á jarðvinnu á íþróttasvæði FH.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við lægstbjóðandi, Urð og grjót ehf.

    • 2102250 – Sérkennsla og skrifstofa leikskólastjóra í Hraunvallaleikskóla

      Lagt fram minnisblað varðandi tillögur á breytingum á leikskólanum í Hraunvallaskóla.

      Lagt fram.

    • 1908381 – Hraunvallaskóli minnisblað

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð áætlar að fara í heimsókn í Hraunvallaskóla fyrir næsta ráðsfund.

    • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

      Lögð fram niðurstaða á útboði á gatnlýsingu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við lægstbjóðandi, Fagkaup S Guðjónsson.

    • 2010303 – Gatnalýsing, uppsetning og rekstur

      Tekin til umræðu yfirtaka bæjarins á rekstri gatnalýsingar.

      Tekið til umræðu.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Lagður fram samningur við Kanon arkitekta vegna hönnunar á reiðhöll Sörla.

      Lagt fram.

    • 2104218 – Vorhreinsun 2021

      Kynnt fyrirkomulag vorhreinsunar en miðað er við sama fyrirkomulag og var í fyrra.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2012037 – Loftslagsmál, stýrihópur

      Lagt fram erindisbréf starfshópsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagt erindisbréf starfshóps um loftlagsmál.

    • 2103139 – Vinnumálastofnun, ráðningarstyrkir

      Ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar kynntir.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Brynjari Erni Svavarssyni fyrir kynninguna.

    • 2005480 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 3. Nýtt hundasvæði

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að hefja framkvæmdir í samræmi við framlagðan uppdrátt.

    • 2104355 – Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa

      Lagt fram fundarboð á ársfund Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn verður 28. apríl nk.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt