Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. maí 2021 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 379

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Helga Björg Arnardóttir vék af fundi eftir afgreiðslu fjórða dagskrárliðar kl. 8:44.
Orri Björnsson vék af fundi eftir afgreiðslu tólfta dagskrárliðar kl. 9:52.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Helga Björg Arnardóttir vék af fundi eftir afgreiðslu fjórða dagskrárliðar kl. 8:44.
Orri Björnsson vék af fundi eftir afgreiðslu tólfta dagskrárliðar kl. 9:52.

  1. Almenn erindi

    • 2104506 – Deilibílar, rannsóknarverkefni

      Fulltrúi Eflu mætir til fundarins og kynnir rannsóknarverkefni um deilibíla í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Daða Baldri Ottóssyni fyrir kynninguna og samþykkir að taka þátt í verkefninu.

    • 2103211 – Bæjartorg, akreinar

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu Vegagerðarinnar á hringtorgi við Bæjartorg.

    • 2102250 – Sérkennsla og skrifstofa leikskólastjóra í Hraunvallaleikskóla

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati á tillögum um að flytja fjölgreinadeild í lausar stofur skv. minnisblaði dags 5. mars 2021.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fræðsluráð yfirfari minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs þar sem fram koma tillögur að breytingum á skrifstofu leikskólastjóra.

    • 1908381 – Hraunvallaskóli minnisblað

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati á ósk skólastjórnenda á breytingum innanhúss í Hraunvallaskóla sem aðgreina rými fyrir árganga á hverri hæð.

    • 2104507 – Upplandsstígar, stikun

      Tekin til umræðu endurstikun á leiðum í upplandinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar því að farið verði í endurstikun gönguleiða á náttúrustígum í upplandinu í samráði við vinnumarkaðsátak Vinnumálastofnunar.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Tekið til umræðu útboð á hönnun knatthússins.

      Tekið til umræðu.

    • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2104588 – Gangstéttir, endurnýjun

      Tekin til umræðu endurnýjun á eldri stéttum.

      Tekið til umræðu.

    • 2005141 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, deiliskipulagsbreyting

      Kynnt fyrirhuguð stækkun bílastæða.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að stækka bílastæði og setja upp áningarstað til bráðabirgða í samræmi við skipulag. Jafnframt verði hafin vinna við hönnun áningarstaðar.

    • 2006077 – Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar

      Óskað var eftir ábendingum og hugmyndum vegna vinnu við trjáræktunarstefnu. Lagðar fram ábendingar og hugmyndir sem bárust.

      Lagðar fram ábendingar.

    • 1806309 – Hamarinn, grisjun trjáa

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir tillögum að trjáfellingum þar sem skuggamyndun er til óþæginda fyrir íbúa.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að sviðið setji í gang vinnu við deiliskipulag og hönnun Hellisgerðis. Unnið verði útfrá algildri hönnun og gerð þarfagreining á þjónustuhúsi með skilgreindu hlutverki. Skoðað verði sérstaklega að garðurinn er friðaður samkvæmt minjalögum og taka þarf mið af því.

    • 2103384 – Völundur, nýsköpunvarverkefni - nýting á jarðvegsuppgreftri

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir þátttöku í verkefninu.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Tekin til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að hafin verði vinna við grein 4.2. í kafla 4 í Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 25. apríl 2018.
      Greinin hljóðar svo: við skipulag og gerð hjóla- og göngustíga verði öryggi, greiðfærni og upplifun notenda höfð að leiðarljósi.

    Fundargerðir

Ábendingagátt