Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. júní 2021 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 381

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2010458 – Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal

      Fulltrúar frá Carbfix mæta til fundarins og kynna verkefnið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur og Silju Y Eyþórsdóttur frá Carbix fyrir kynninguna.

    • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í breytingar á sérgreinastofum í samræmi við framlagt minnisblað dags 12. maí 2021 frá fræðslusviði en óskar jafnframt eftir að fara í vettvangsferð í Engidalsskóla.
      Kostnaður vegna breytinga verði færður af viðhaldi fasteigna.

    • 2011220 – Skólalóðir

      Kynnt uppfært minnisblað.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu sviðsins að forgangsröðun verkefna.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lagður fram verksamningur.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan hönnunarsamning.

    • 1808351 – Suðurbæjarlaug, framkvæmdir

      Tekið til umræðum

      Tekið til umræðu framkvæmdir við Suðurbæjarlaug.

      Fulltrúi Viðreisnar furðar sig á lokun Suðurbæjarlaugar nú þegar búið er að aflétta sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19, sé farið í viðhaldsaðgerðir sem mun taka u.þ.b. um tvær vikur. Það er undarlegt að tímabilið sem lokað var vegna faraldursins hafi ekki nýst í slíkar aðgerðir. Þá virðist að vænta megi áframhaldandi lokunum nú yfir sumartímann ef marka má upplýsingar á heimasíðu bæjarins. Þar kemur fram að ekki sé hægt að birta upplýsingar um opnunartímar sundlauganna fyrir sumarið 2021 þar sem þær liggja ekki endanlega fyrir. Fulltrúi Viðreisnar telur þetta óásættanlegt, áhugi almennings að komast í sund eru mikill, sér í lagi eftir lokanir vetrarins.

      Aðstaða í Suðurbæjarlaug, tillaga fulltrúa Bæjarlistans vegna yfirstandandi viðhalds- og nýframkvæmda.
      Ráðist var í viðhald og nýframkvæmdir í Suðurbæjarlaug árið 2017. Framkvæmdaáætlun er til staðar og eru áætlaðar 15 millj. í verkið árið 2021, en áætluð viðhaldsþörf næstu þriggja ára er 97,2 millj.kr.
      Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar hefur gert tillögur að forgangsröðun verkefna vegna framkvæmda á útisvæði (2. mars 2021) auk þess sem forstöðumaður sundlauganna hefur forgangsraðað nýframkvæmdum á útisvæðinu (mars 2021).
      Aðgengishópur var skipaður í mars 2021. Hópnum er m.a. ætlað að skoða, taka út og marka stefnu í aðgengismálum að byggingum og almenningsrýmum bæjarins. Hópurinn skilar lokaskýrslu í lok september 2021. Framkvæmdir eru þegar hafnar í Suðurbæjarlaug og leggur fulltrúi Bæjarlistans til að gert sé ráð fyrir bættu aðgengi fyrir fatlaða strax í upphafi framkvæmda árið 2021. Auk þess sem gert verði ráð fyrir kynlausu rými líkt og hefur verið útfært í sundlaugum Reykjavíkurborgar.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka: Unnið er að undirbúningi endurbóta í Suðurbæjarlaug í samræmi við forgangsröðun sem samþykkt var í ráðinu í vor og er í vinnslu á sviðinu.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Lögð fram niðurstaða útboðs á grasæfingasvæði í Kaplakrika vegna efnisflutninga.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við lægstbjóðandi, Gröfu og grjót ehf.

    • 1709748 – Skarðshlíð 2. áfangi, gatnagerð og veitur

      Lögð fram niðurstaða útboðs á snjóbræðslukerfum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðandi, Sólgarður slf.

    • 2103211 – Bæjartorg, akreinar

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að færslu á gangbraut skv. framlögðu minnisblaði.

    • 2103424 – Grænkun Valla

      Kynnt minnisblað varðandi grænkun Valla.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar tillögur að forgangsröðun.

    • 0705170 – Herjólfsgata, sjóbaðsaðstaða

      Skipulags- og byggingarráð vísaði þann 18.5.2021 deiliskipulagi Hleina að langeyrarmölum til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráð með það að markmiði að gerð verði góð aðstaða til sjósunds í tengslum við Sundhöll Hafnarfjarðar. Einnig er lagt til að gæði sjávar á þessum stað verði skoðuð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að gæði sjávar og staðsetning aðstöðu vegna iðkunar á sjósundi verði skoðuð. Mengunarmæling á tveimur til þremur stöðum verði framkvæmd og straumar, dýpt og botnlag verði skoðað með tilliti til hentugrar staðsetningar á grunnaðstöðu fyrir iðkendur sjósunds.

    • 2105245 – Hraunbúar, útivistar og útilífssvæði

      Lagt fram erindi Hraunbúa varðandi rekstur á tjaldsvæði í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn frá menningar og ferðamálanefnd og íþrótta og tómstundanefnd.

    • 2006077 – Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar Trjáræktarstefnu Hafnarfjarðar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2105380 – Hjólastígar í Hafnarfirði

      Tekið til umræðu.

      Fulltrúi Viðreisnar fagnar umræðunni um hjólastíga í bæjarlandinu og telur mikilvægt að bærinn fari markvisst í uppbyggingu á slíkum stígum og dapurt að sjá hvernig Hafnarfjörður hefur dregist aftur úr nágrannasveitarfélögum sínum. Það er sannkölluð hjólabylting í gangi á heimsvísu sem nær ekki til Hafnarfjarðar þar sem hér eru fáir sem engir hjólastígar. Til viðbótar við hjóla byltinguna fjölgar stöðugt smærri rafknúnum farartækjum sem gefa þarf rými í borgarlandinu.
      Fulltrúi Viðreisnar leggur því til að bærinn hefji vinnu við nýja hjólreiðaáætlun sem miðar að stórauka hjólreiðar í bænum og setja í forgang að auka hjólreiðar innan hverfa og þar gætu hjólreiðar grunnskólanemenda í skólann verið lykilverkefni. Þá þarf bæði að byggja upp aðgreinda hjólastíga og gera stórátak í kortum og merkingum.
      Fjárfestingar í hjóla innviðum eru með þeim hagkvæmustu sem sveitarfélög geta ráðist í. Ábati liggur bæði í betri samgöngum en einnig betri lýðheilsu og bættum bæjarbrag.

    • 2105381 – Ungdúró fjallahjólakeppni Brettafélags Hafnarfjarðar

      Lagt fram erindi um Ungdúró fjallahjólakeppni Brettafélags Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar afnot af upplandinu við Hvaleyrarvatn vegna Ungdúró fjallahjólakeppninnar. Ganga skal vel um svæðið og allt rusl skal fjarlægt og skila skal svæðinu í viðunandi ástandi.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Lögð fram minnisblöð varðandi pöntunarþjónustu í Hellnahrauni og lengingu á leið 1.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

      Lögð fram fundargerð nr. 6.

      Umhverfis og framkvæmdaráð óskar eftir að tillögur starfshóps fari í kostnaðarmat á sviðinu. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar auk þess að starfshópurinn starfi til 1. nóvember 2021 og að fundum starfshópsins verði fjölgað um allt að 6 fundi.

    • 2101084 – Strætó bs, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð 339 fundar.

Ábendingagátt