Umhverfis- og framkvæmdaráð

16. júní 2021 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 382

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Sævar Gíslason varaáheyrnarfulltrúi
 • Hulda Sólveig Jóhannsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2011085 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2020 og viðhaldsáætlun 2021

   Tekið til umræðu.

   Stefán Eiríksson verkefnastjóri mætti til fundarins undir fyrsta dagskrárlið.

   Tekið til umræðu.

  • 2106053 – Strandgata, stígar

   Kynntar breytingar á stígum við Strandgötu.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2104588 – Gangstéttir, endurnýjun

   Tekið til umræðu.

   Tekið til umræðu.

  • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

   Lögð fram útboðsgögn varðandi útboð á uppsetningu LED lýsingar.

   Ishmael David verkefnastjóri mætti til fundarins undir fjórða dagskrárlið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að bjóða út útskipti á götulömpum í samræmi við framlögð útboðsgögn.

  • 1805224 – Blátunnulosun

   Tekið til umræðu.

   Ishmael David verkefnastjóri mætti til fundarins undir fimmta dagskrárlið.

   Tekið til umræðu.

  • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

   Lögð fram niðurstaða útboðs á efnisflutningum og útjöfnun á æfingarsvæði Hauka.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðandi, Snókur ehf.

  • 0705170 – Herjólfsgata, sjóbaðsaðstaða

   Tekið til umræðu.

   Lagt fram.

  • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir aðgangi að skýrslum frá Klöppum mánaðarlega og aðgang að kerfinu.

  • 2102040 – Verðkönnun vatns- og fráveitu

   Lögð fram útboðsgögn jarðvinnu fyrir Veitur Hafnarfjarðar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að auglýsa verðkönnun vegna verkefna á sviði vatns- og fráveitu.

  • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

   Tekið til umræðu.

   Tekið til umræðu.

  • 2006077 – Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar

   Lögð fram lokaútgáfa af trjáræktarstefnu Hafnarfjarðarbæjar 2020 – 2024 sem hefur fengið umfjöllun í ráðum og nefndum ásamt almennri kynningu fyrir bæjarbúa. Starfshópurinn þakkar góð ráð og ábendingar sem bárust og verða þær sendar áfram til viðeigandi deilda og starfsmanna til frekari úrvinnslu. Til þess að fylgja skýrslunni eftir og ná viðunandi árangri þarf að gera framkvæmdaráætlun þar sem trjágróður í bænum er kortlagður og gerðar tillögur að úrbótum með viðhaldsáætlun. Það þarf að tryggja að stefna þessi fylgi inní skipulagsáætlanir nýrra hverfa og svæða til þess eins að tryggja að bæjarfélagið haldi áfram að vaxa og dafna í skjóli gróðurs og að gæði og sjálfbærni grænna svæða verði unnin á faglegum grunni þar sem gerðar eru kröfur um fagmennsku og metnaðarfullar útfærslur. Með því móti náum við því markmiði sem við gerðum í upphafi en það var að undirstrika fegurð bæjarins, bæta lífsgæði og styrkja græna ímynd hans með fjölbreytni í tegundavali, sjálfbærni og auka á ræktun almennt.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar vinnu starfshópsins og samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar Trjáræktarstefnu Hafnarfjarðar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  Fundargerðir

Ábendingagátt