Umhverfis- og framkvæmdaráð

11. ágúst 2021 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 383

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Garðar Smári Gunnarsson varamaður

Einnig sat fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson veitustjóri .

Ritari

 • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Einnig sat fundinn Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson veitustjóri .

 1. Almenn erindi

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 23. júní sl. varðandi kosningu í ráð og nefndir til eins árs.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

   Tekið til umræðu. Guðmundur Sverrisson mætir til fundarins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

   Kynnt staða reksturs til og með apríl. Tekin til umræðu ósk um viðauka.

   Til kynningar.

  • 2107070 – Norðurbær, göngustígar, lýsing

   Lagt fram erindi varðandi vöntun á lýsingu á göngustíg aftan Vesturvangs.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að taka saman yfirlit yfir ólýsta stíga í bæjarlandinu.

  • 2107072 – Selhraun, farsímamastur

   Lagt fram erindi Mílu varðand uppsetnigu á mastri á lóð Norðurhellu 2.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að taka erindi Mílu til skoðunar.

  • 2104588 – Gangstéttir, endurnýjun

   Lögð fram niðurstaða á útboði á endurgerð steyptra stétta í Norðurbæ og Suðurbæ ásamt tilboði í malbikaðar stéttar.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

   Lögð fram niðurstaða á úrboði vegna útskipta á lömpum í Setbergi, Suðurbæ, Hrauni og upp á Holti. Næstu skref rædd.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2004364 – Hamranes I, gatnagerð

   Lögð fram niðurstaða útboðs á gatnagerð í seinni hluta Hamraness.
   Jafnfram er óskað eftir viðauka vegna gatngerðar í Hamranesi.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við lægstbjóðanda og óskar jafnframt eftir viðuka við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins.

  • 2102040 – Verðkönnun vatns- og fráveitu

   Lögð fram niðurstaða útboðs á vélavinnu vatns- og fráveitu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við þá þá þrjá tilboðsgjafa sem lægstir voru.

  • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

   Lagt fram minnisblað Strætó varðandi pöntunarþjónustu í Hellnahrauni. Vantar enn minnisblað um leið 1.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að pöntunarþjónusta í iðnaðarhverfinu í Hellnahrauni verði í boði frá 1. janúar 2022. Jafnframt óskar ráðið eftir upplýsingum frá Strætó bs um hlutfall farþega sem búa við fötlun og ferðast með áætlunarferðum á leið 19.

  • 1407049 – Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn

   Tekið til umræðu tilnefningar til viðurkenninga fyrir snyrtilegar lóðir.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð ákveður að framlengja tímamörk tilnefninga til 27. ágúst nk.

  • 2108192 – Hvaleyrarvatn, vatnsstaða

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkævmdaráð felur sviðinu að láta skoða grunnvatnsstöðu vatnsbóla sveitarfélagsins og þá sérstaklega ástæður lágrar grunnvatnsstöðu.

Ábendingagátt