Umhverfis- og framkvæmdaráð

25. ágúst 2021 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 384

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

   Kynnt staða framkvæmda 2021.
   Lagður fram viðauki III við fjárhagsáætlun.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar til bæjarráðs.

  • 2011085 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2020 og viðhaldsáætlun 2021

   Kynnt staða verkefna varðandi viðhald húsnæðis.

   Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjóri mætti til fundarins undir öðrum dagskrárlið.

   Tekið til umræðu.

  • 2103424 – Grænkun Valla

   Kynnt staða verkefnisins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að vinna áætlun til þriggja ára um grænkun og umhverfisumbætur á Völlum. Síðustu ár hefur margt verið gert til að grænka Vellina og gera hverfið vistlegra. Enn er þó hægt að gera betur, fegra hverfið og gera það vistlegra. Með áætlun til þriggja ára skapast nægur tími til að vinna þetta verkefni í góðu samráði og samstarfi við íbúana. Fyrsta skref verði að búa til heildaryfirlit yfir þau verkefni sem til greina koma. Þegar niðurstaða hefur náðst um þau þarf að forgangsraða og síðan að útbúa kostnaðaráætlun fyrir verkefnið í heild sinni.

  • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

   Tekin til umræðu vettvangsferð.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð áætlar að heimsækja Engidalsskóla miðvikudaginn 1. september nk. kl. 8:00.

  • 2105245 – Hraunbúar, útivstar og útilífssvæði

   Lagðar fram bókanir menningar- og ferðamálanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindi Hraunbúa um útivistar og útilífssvæði við Hvaleyrarvatn og vísar til skipulags- og byggingarráðs.

  • 0705170 – Herjólfsgata, sjóbaðsaðstaða

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að gera tillögu að aðstöðu við Langeyrarfjöru fyrir iðkendur sjósunds. Aðstaðan felist í opnu skilrúmi og snögum ásamt setaðstöðu. Jafnframt vísar umhverfis- og framkvæmdaráð því til skoðunar hjá fræðsluráði hvort unnt sé að mæta sjósundsiðkendum með rýmri opnunartíma og aðstöðu á útisvæði laugarinnar.

  • 2108318 – Grænakinn 13, gæsluvallahús

   Tekið til umræðu ástand tveggja húsa á gæsluvellinum við Grænkinn.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að sótt verði um niðurrif húsanna og vísar til fjárhagsáætlunar 2022.

  • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

   Lagt fram yfirlit yfir lýsingu stíga.

   Lagt fram.

  • 1803160 – Ærslabelgur

   Tekin til umræðu ný staðsetning á ærslabelg á Völlunum.

   Lagt fram.

  • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

   Kostnaðarmat á tillögum starfshóps lagt fram.

   Lagt fram.

  • 2108625 – Umferðarhraði í Hafnarfirði

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati fyrir umferðahraðamæla á stofnleiðum og í nágrenni skóla.

  • 2108624 – Úrgangsmál, kynningarfundur

   Lagt fram fundarboð Sambands íslenskra sveitarfélaga og stýrihóps um hátæknibrennslu úrgangs vegna kynningarfundar um úrgangsmál miðvikudaginn 25. ágúst kl. 12-13.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

Ábendingagátt