Umhverfis- og framkvæmdaráð

22. september 2021 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 386

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Lára Janusdóttir varamaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður
  • Hrafnkell Karlsson varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn:
Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn:
Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Tekið til umræðu rekstrar- og fjárfestingaáætlun 2022.

      Tekið til umræðu.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Kynnt staða fjárfestinga.

      Tekið til umræðu.

    • 2106526 – Aðgengismál, umsóknir í Jöfnunarsjóð

      Kynnt vinna sem er í gangi varðandi úttektir á aðgengismálum í húsnæði bæjarins.

      Tekið til umræðu.

    • 1601342 – Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir

      Lögð fram skýrsla starfshóps Vegagerðarinnar um skilavegi.

      Lagt fram og vísað til bæjarráðs.

    • 2108625 – Umferðarhraði í Hafnarfirði

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að settir verði upp 10 umferðarhraðamælar til að hægja á umferð innanbæjar.

    • 2107070 – Norðurbær, göngustígar, lýsing

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur yfirfarið óupplýsta stíga í bæjarlandinu og mun ekki að sinni gera breytingar á þeim.

    • 1407049 – Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir fjölmargar ábendingar sem bárust og góða vinnu á sviðinu við val á verðlaunahöfum vegna viðurkenninga fyrir Snyrtileikann 2021.

    • 2102340 – Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

      Lögð fram svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 til kynningar og umsagnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. október 2021.

      Lagt fram.

    • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að skipaður verði starfshópur vegna undirbúnings á útboði sorphirðu í Hafnarfirði.

      Varafulltrúi Viðreisnar í umhverfis- og framkvæmdaráði bókar: Er komin skýring af hverju nefndin telji tillögu sína að það sé umhverfisvænt að farga 2 tunnum á hvert heimili, ca 36.000 tunnum til að koma með tvær nýjar og af hverju það sé ekki talið umhverfisvænna að nýta betur þær sem fyrir eru með þvi að skoða tunnu í tunnu? Og ef það á ekki að farga eldri tunnum hvað verðu þá um þær?

    • 2009106 – Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að hefja vinnu við hönnun og útboð í samræmi við deiliskipulag. Miða skal við að bjóða út verkið í byrjun næsta árs.

    • 0706256 – Kaldárselsvegur, göngu- og hjólreiðastígur að Kaldárbotnum

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hafin verði undirbúningur vegna lagningar á göngu- og hjólastíg frá gatnamótum Hvaleyrarvatns að áningarstað við Helgafell. Stígurinn er hluti af græna treflinum í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisns 2014. Miða skal við að verkefnið verði tilbúið til útboðs í byrjun næsta árs.
      Tilfallandi kostnaður við undirbúning, hönnun og gerð útboðsgagna verði tekinn af fjárfestingum 2021.

    • 2108789 – Álver ISAL, nýtt starfsleyfi

      Lögð fram umsögn Hafnarfjarðarbæjar.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

      Lögð fram fundargerð nr. 7.

    • 2101080 – SORPA bs, fundargerðir 2021

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar nr. 452 og 453.

      Varafulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis og framkvæmdaráði óskar eftir að bóka eftirfarandi. Um leið og ég harma þá stöðu sem upp er komin í Sorpu vegna þeirra fjölda mistaka sem gerð hafa verið í ákvörðunartökum og framkvæmdum er varða uppbyggingu Gaja nýrrar gas og jarðgerðarstöðvar Sorpu, vil ég ítreka nauðsyn þess að fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Sorpu komi á fund og geri ráðinu grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við í dag og hvað veldur því að staðan er sú sem hún er.

Ábendingagátt