Umhverfis- og framkvæmdaráð

20. október 2021 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 388

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram til kynningar bókun bæjarstjórnar frá 14.10.2021 vegna breytinga á varamanni Framsóknar í umhverfis- og framkvæmdaráði.

      Lagt fram.

    • 1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur

      Tekin til umræðu Hamraneslína við Ásland 4.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir, við skipulags- og byggingarráð, að farið verði í skipulagsbreytingu vegna færslu Hamraneslínu við Ásland 4.

    • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

      Lagt fram erindisbréf Starfshóps vegna fyrirkomulags sorphirðu í Hafnarfirði.

      Stutt fundarhlé tekið.

      Fundi framhaldið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagt erindisbréf og að starfshópinn skipi, frá meirihluta, Helga Ingólfsdóttir og Árni Rúnar Árnason, frá minnihluta Helga Björg Arnardóttir.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar telur að vinna við ákvörðun á skipulagi sorphirðu og undirbúningur undir útboð geti og eigi að fara fram hjá embættismönnum sviðsins og í ráðinu sjálfu. Óþarfi er að kosta til nærri 1 milljón króna í þessa vinnu með því að skipa starfshóp. Fulltrúar Bæjarlistans, Viðreisnar og Miðflokksins taka undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

    • 2009106 – Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag

      Þráinn Hauksson hjá Landslagi mætir til fundarins og kynnir næstu skerf.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 0706256 – Kaldárselsvegur, göngu- og hjólreiðastígur að Kaldárbotnum

      Þráinn Hauksson hjá Landslagi mætir til fundarins og kynnir hugmyndir að legu stígarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 2106052 – Hvaleyrarvatn, aðstaða

      Tekið til umræðu minnisblað varðandi notkun á upplandinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi minnisblað.

    • 2110200 – Tilfærsla á útilistaverki

      Lögð fram bókun varðandi tilfærslu á útilistaverkinu Árur í höggmyndagarðinum á Víðistaðatúni.: Menningar- og ferðamálanefnd hefur kynnt sér tillögur forstöðumanns Hafnarborgar og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir færslu listaverka skv. tillögu 1 og felur sviðinu að sjá um framkvæmdina.

    • 2109237 – Göngu- og hjólastígar

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að skipulagsfulltrúi mæti til fundar og upplýsi ráðið um stöðu vinnu við endurskoðun aðalskipulags og ítrekar bókun frá 2. júní sl. um mikilvægi þess að göngu og hjólastígar fái meira vægi.

    • 2110126 – Hvammabraut, hámarkshraði

      Lagt fram erindi íbúa varðandi hámarkshraða á Hvammabraut.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og felur sviðinu að skoða hámarkshraða á stofnbrautum og tengigötum í bænum.

    • 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun

      Tekið til umræðu.

      Lagt fram minnisblað um kolefnisjöfnun reksturs sveitarfélagsins vegna ársins 2020.

    • 1801409 – Vatnsveita Hafnarfjarðar, neysluvatn, vatnsból og vatnsvernd

      Lagt fram minnisblað varðandi stöðu verkefna í Bláfjöllum.

      Lagt fram.

    • 2012037 – Loftslagsmál, stýrihópur

      Tekið til umræðu.

      Tekin til umræðu staða vinnu við sameiginlega stefnumótun sveitarfélaganna í loftlagsmálum.

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar.

      Lagt fram.

    • 2103409 – Opið svæði, útfærsla, Hlíðarbraut, Holtsgata og Hringbraut

      Skipulags- og byggingarráð vísar 19.10.2021 tillögu að opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut dags. 15.10.2021 til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í tillögu að opnu leiksvæði.

Ábendingagátt