Umhverfis- og framkvæmdaráð

15. desember 2021 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 393

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Tekið fyrir að nýju.

      Tekið til umræðu og stefnt að því að leggja fram tillögur á næsta fundi.

    • 1805224 – Blátunnulosun

      Lagðar fram til kynningar magntölur söfnunar á pappír.

      Ishmael David mætir til fundarins undir þessum 2. dagskrárlið.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Ishmael David fyrir kynninguna.

    • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

      Lögð fram tilboð sem bárust vegna útboðs á lýsingu í miðbænum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar sviðinu að leita samninga við lægstbjóðandi, Jóhann Ólafsson.

    • 2009169 – Sorphirða í Hafnarfirði, ósk um framlengingu á samningi

      Lagt fram erindi Kubbs ehf. varðandi framlenginu á samningi um sorphirðu. Samningurinn rennur út í maí 2022.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar framlengingu á samningum um sorphirðu fyrir heimili og stofnanir til eins árs.

    • 2010431 – Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hamarinn, Kaldárhraun, Gjárnar og Litluborgir

      Lögð fram til kynningar stjórnunar- og verndaráætlun Litluborga.

      Berglind Guðmundsdóttir verkefnastjóri mætir til fundarins undir 5. dagskrárlið.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Berglindi Guðmundsdóttur fyrir kynninguna og samþykkir drög stjórnunar og verndaráætlunina fyrir sitt leyti.

    • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

      Kynnt tillaga að breytingum á bílastæðum og aðkomu við skólann.

      Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjóri mætir til fundarins undir 6. dagskrárlið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Stefáni Eiríki Stefánssyni fyrir kynninguna.

    • 2112175 – Vegglistaverk

      Lagt fram erindi Juan Pictures slf. vegna vegglistaverka og listsköpunar með börnum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar umsagnar menningar- og ferðamálanefndar.

    • 16011208 – Leiðarendi, aðgerðir og verndun

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu að bæta varúðarmerkingum við hellinn.

    Fundargerðir

Ábendingagátt