Umhverfis- og framkvæmdaráð

19. janúar 2022 kl. 08:00

á fjarfundi

Fundur 394

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram bókun bæjarstjórnar um breytingar í ráðum og nefndum vegna beiðni Friðþjófs Helga Karlssonar um lausn frá störfum.
      Breytingar á ráðsmönnum í umhverfis- og framkvæmdaráði eru eftirfarandi:
      Í stað aðalfulltrúa Friðþjófs Helga Karlssonar tekur sæti Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9.
      Í stað varafulltrúa Sverris Jörstad Sverrissonar tekur sæti Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Brekkuhvammi 4.

      Lagt fram.

    • 2110602 – Hvaleyrarvatn, framkvæmdir

      Fulltrúi Landslags mætir til fundarins og kynnir verkefnið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og felur sviðinu að undirbúa útboðsgögn vegna frágangs bílastæðis við vesturenda og endurbætur á stíg í kringum Hvaleyrarvatn.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Kynnt staða rekstrar frá janúar til nóvember 2021.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1106043 – Gatnalýsing í Hafnarfirði

      Tekið fyrir að nýju útboð á viðhaldi gatnalýsingar í Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2106053 – Strandgata, stígar

      Kynnt að nýju útboð á göngu- og hjólastíg við Strandgötu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1809463 – Öldungaráð

      Lögð fram tillaga Gylfa Ingvarssonar sem vísað var til umfjöllunar og afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdarráði frá fjölskylduráði þann 17.12.2021. “Í heitu pottunum eiga sér stað miklar umræður um hin ýmsu mál og hef ég verið beðinn um að fylgja eftir hugmynd sem ítrekað hefur komið til umræðu, sérstaklega að vori og hausti þegar sólin er lægra á lofti. Einnig er pottasvæðið vinsælla hjá þeim sem iðka sjósund en aðstaða fyrir þá er í skoðun sem ástæða er að hrinda í framkvæmd.
      Tillagan er að múrveggurinn á útisvæði við pottana sem snýr að sjónum verði tekinn niður eða lækkaður verulega og í staðinn komi gluggaveggur þannig að sólin komi til með að skína lengur á pottverja og að þeir sjái út á sjóinn.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fá yfirlit yfir viðhaldsþörf á þessu mannvirki og forgangsröðun verkefna og hvaða möguleikar eru á útlitsbreytingum.

    • 0705170 – Herjólfsgata, sjóbaðsaðstaða

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að hanna útfærslu að aðstöðu fyrir sjósundsnotendur í fjörunni við Langeyri.

    • 1909282 – Sörli, reiðvegir á félagssvæði

      Lagt fram minnisblað frá stjórn Hestamannafélagsins Sörla og reiðveganefnd dags 10.12.2021 þar sem óskað er eftir auknu framkvæmdafé til viðhalds og nýframkvæmda á reiðvegum. Sett er fram tillaga að framkvæmdaröð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að taka til skoðunar erindi frá Sörla um viðhald og uppbyggingu reiðvega og yfirfara forgangsröðun verkefna í samráði við félagið.

    • 2201221 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2021 og viðhaldsáætlun 2022

      Lagðar fram viðhaldsskýrslur húsnæðis og lóðar 2021 og viðhaldsáætlun 2022.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1801603 – Grenndargámakerfi

      Tekið til umræðu grenndargámakerfið í Hafnarfirði.

      Tekið til umræðu.

    • 1801308 – Vöktun þungmálma og brennisteins í andrúmslofti

      Lagðar fram niðurstöður úr efnagreiningum á mosasýnum unnar af Náttúrufræðistofnun vegna verkefnisins Vöktun þungmálma og brennisteins með mælingum á mosa. Skýrsluhöfundar mæta til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 1602126 – Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði

      Lagt fram minnisblað varðandi pöntunarþjónustu í Hellnahrauni.

      Lagt fram.

    • 2111316 – Stofnræsi, Kapelluhraun - Hraunavík

      Lögð fram niðurstaða útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

    • 2103424 – Grænkun Valla

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð skipar í starfshóp á næsta fundi og leggur fram erindisbréf.

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Teknar til umræðu áherslur umhverfis- og framkvæmdaráðs í heildarstefnumótum Hafnarfjarðarbæjar með tenginu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

      Tekið til umræðu.

    • 2201478 – Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033

      Lögð fram skýrsla unnin af Mannvit um sameiginlega svæðisáætlun fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins um meðhöndlun úrgangs 2022-2033.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt