Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. febrúar 2022 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 395

Mætt til fundar

  • Helga Ingólfsdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir varamaður

Sigurbjörg Anna Guðnadóttir mætti til fundarins kl. 9:00.

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Sigurbjörg Anna Guðnadóttir mætti til fundarins kl. 9:00.

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2201542 – Sorpa

      Fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Sorpu bs. mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Kristni Andersen fyrir kynninguna.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Inga Rut Gylfadóttir og Berglind Guðmundsdóttir mæta til fundarins og kynna stöðu við hönnun garðsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 2201478 – Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033

      Lögð fram að nýju skýrsla unnin af Mannvit um sameiginlega svæðisáætlun fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins um meðhöndlun úrgangs 2022-2033.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2102340 – Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

      Ishmael David mætir til fundarins og kynnir tillögur starfshóps að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti tillögur um samræmda flokkun við heimili og vísar skýrslunni til afgreiðslu bæjarráðs.

    • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

      Tekið til umræðu staða útboðs og lögð fram fundargerð nr. 4.

      Tekið til umræðu.

    • 1605204 – Brúkum bekki

      Lagt fram gjafabréf Ásmegin sjúkraþjálfun fyrir 10 bekkjum. En að verkefninu Brúkum bekki stendur, Öldungaráð, FEBH, Hafnarfjarðarbær og Félag sjúkraþjálfara.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar rausnarlega gjöf og felur umhverfis- og skipulagssviði að útfæra staðsetningar út frá óskum gefanda.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Lagðar fram til kynningar teikningar og forhönnunarskýrsla Reiðhallarinnar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2201221 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2021 og viðhaldsáætlun 2022

      Tekið fyrir að nýju.

      Stefán Eiríkur Stefánsson og Einar Kr. Haraldsson verkefnastjórar mæta til fundarins undir 8. dagskrárlið.

      Tekið til umræðu.

    • 2103424 – Grænkun Valla

      Lagt fram erindisbréf starfshóps um grænkun Valla, einnig lögð fram tillaga að skipan hópsins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagt erindisbréf. Frá meirihluta skipa hópinn Ásgeir Harðarson frá Framsókn og óháðum. Orri Björnsson og Lára Janusdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Frá minnihluta skipa hópinn Stefán Már Gunnlaugsson frá Samfylkingu og Sævar Gíslason frá Miðflokki. Fulltrúar íbúasamtaka eru Jón Arnar Jónsson og Olgeir Gestsson. Orri Björnsson verður formaður starfshópsins.

    • 2012037 – Loftslagsmál, stefna, aðgerðaráætlun

      Tekin til umræðu Loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins og aðgerðaráætlun. Lögð fram drög að stefnu og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftlagsmálum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur starfshópi um loftlagsstefnu að gera umsögn.

    • 2201563 – Bláfjallasvæðið, framkvæmdaleyfi

      Lögð fram til kynningar umsókn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 20.1.2022 um framkvæmdaleyfi til borunar á fjórum nýjum rannsóknarholum til grunnvatnsmælinga á Bláfjallasvæðinu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2201541 – Umhverfis- og skipulagssvið, útboð og verksamningar 2022

      Lagt fram yfirlit yfir útboð og samninga 2022.

      Halldór Ingólfsson verkefnastjóri mætir til fundarins undir 12. dagskrárlið

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt