Umhverfis- og framkvæmdaráð

16. mars 2022 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 398

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2106053 – Strandgata, stígar

   Lögð fram ósk um heimild til útboðs.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út gerð stíga við Strandgötu. Verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina.

  • 0708125 – Hellnahraun III, gatnagerð

   Lögð fram ósk um heimild til útboðs á Hellnahrauni 3. Breytingar á A hluta og lok gatnagerðar á B hluta.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út breytingar á A hluta og lok gatnagerðar á B hluta í Hellnahrauni 3 og óskar eftir að lagður verði fram viðauki við fjárhagsáætlun 2022 á næsta fundi.

  • 2203302 – Kaplakriki, endurnýjun á gervigrasi Risans

   Lögð fram ósk um heimild til útboðs.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út endurnýjun á gervigrasi í Risanum.

  • 2203301 – Ásvellir, endurnýjun á gervigrasi aðalvallar

   Lögð fram ósk um heimild til útboðs.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út endurnýjun á gervigrasi aðalvallar.

  • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

   Lögð fram ósk um heimild til að bjóða út sorphirðu stofnanna.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út sorphirðu við stofnanir bæjarins.

  • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati, stofnkostnað og rekstur, á djúpgámalausn við sérbýli.

  • 1808351 – Suðurbæjarlaug, framkvæmdir

   Lögð fram kostnaðaráætlun.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að forgangsraða verkefnum og leggur til að fjármagn verði aukið um 100 milljónir.

  • 0711205 – Vitinn, gönguleið við Hverfisgötu

   Tekin til umræðu aðgengismál að Vitanum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að skoða aðgengi að Vitanum og leggja fram kostnaðarmat á úrbótum sem tryggir aðgengi.

  • 2110577 – Hámarkshraði stofn- og tengigatna

   Lögð fram greinargerð unnin af Stefáni Agnari Finnssyni varðandi stefnumörkun um hámarkshraða í Hafnarfirði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Stefáni Agnari fyrir greinargóða skýrslu og óskar eftir umsögnum frá skipulags- og byggingarráði, Strætó bs. og Lögreglu höfuðborgarsvæðis. Einnig er óskað eftir kostnaðarmati á þeim úrbótum sem lagðar eru til í skýrslunni.

  • 0705170 – Herjólfsgata, sjóbaðsaðstaða

   Lagt fram minnisblað varðandi sjóbaðsaðstöðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að settur verði bekkur og snagar í víkina til að bæta aðstöðu fyrir þá sem stunda sjósund.

  • 2201540 – Vorhreinsun 2022

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að vorhreinsun verði með sama hætti og tvö síðustu ár, gámar verði staðsettir á skólalóðum, tímabilið 26. – 29. maí 2022.

  • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

   Lögð fram bókun menningar- og ferðamálanefndar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir umsögn menningar- og ferðamálanefndar og vísar erindinu til kynningar í bæjarráði og óskar eftir kostnaðarmati við hitalögn og endurgerð aðalstígs í Hellisgerði.

  • 2203369 – Berjahlíð 1, viðhaldsframkvæmdir

   Lögð fram tilboð í utanhússviðhald á Berjahlíð 1.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að gengið sé til samninga við lægstbjóðanda,

  • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

   Lögð fram fundargerð nr. 14 þar sem lögð er fram tillaga að breytingum á stígum við og í Gráhelluhrauni.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögu að breyttri legu stíga í og við Gráhelluhraun til vinnu við deiliskipulag til skipulags- og byggingarráðs.

  Kynningar

  • 2202940 – Kaplakriki, Lækjargata, Hitaveitulögn

   Lögð fram til kynningar fyrirhugðuð lagnaleið hitaveitulagnar frá Kaplakrika að Lækjargötu.

   Lagt fram til kynningar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt