Umhverfis- og framkvæmdaráð

27. apríl 2022 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 401

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins áheyrnarfulltrúi
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2108625 – Umferðarhraði í Hafnarfirði

   Tekið fyrir að nýju.

   Tekið til umræðu.

  • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

   Lögð fram tillaga að frágangi lóðar og ósk um heimild til útboðs.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að farið verði í útboð vegna frágangs lóðar.

  • 1808351 – Suðurbæjarlaug, framkvæmdir

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að farið verði í útboð vegna framkvæmda innan- og utanhúss.

  • 2204006 – Malbiksyfirlagnir í Hafnarfirði 2022

   Lögð fram niðurstaða útboðs á malbiksyfirlögnum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðandi, Colas Ísland hf.

  • 2104588 – Gangstéttir, endurnýjun

   Lögð fram niðurstaða útboðs á endurnýjun á gangstéttum.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðandi, Vörðuberg ehf.

  • 2204112 – Skólalóð Hraunvallaskóla

   Lögð fram bókun fræðsluráðs vegna beiðni skólastjóra Hraunvallaskóla um flutning “Glæsivalla” af skólalóð skólans.
   “Fræðsluráð samþykkir ósk Hraunvallaskóla um að flytja tvær lausar skólastofur af skólalóð til að koma fyrir körfuboltavelli aftur á skólalóð Hraunvallaskóla. Fræðsluráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsráðs.”

   Lagt fram.

  • 2204286 – Hnoðraholtslína, framkvæmdaleyfi

   Lögð fram til kynningar umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna lagningu Hnoðraholtslínu í jörð.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2105380 – Hjólastígar í Hafnarfirði

   Tekið til umræðu.

   Fulltrúar Viðreisnar, Bæjarlistans, Samfylkingar og Miðflokks í ráðinu leggja til að skoðaðar verði tengingar hjólastíga við Herjólfsbraut að Álftanesvegi og fagna umræðunni um hjólastíga í bæjarlandinu og telja mikilvægt að bærinn fari markvisst í uppbyggingu á slíkum stígum og dapurt að sjá hvernig Hafnarfjörður hefur dregist aftur úr nágrannasveitarfélögum sínum. Lagt er því til að bærinn hefji vinnu við nýja hjólreiðaáætlun sem miðar að stórauka hjólreiðar í bænum og setja í forgang að auka hjólreiðar innan hverfa og þar gætu hjólreiðar grunnskólanemenda í skólann verið lykilverkefni. Þá þarf bæði að byggja upp aðgreinda hjólastíga og gera stórátak í kortum og merkingum. Mikilvægt er að vinna við skipulag stíga fái forgang.

  • 2110602 – Hvaleyrarvatn, framkvæmdir

   Lögð fram niðurstaða útboðs.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðandi, Vargur ehf.

  • 2103424 – Grænkun Valla

   Lögð fram verkefni næstu 3 ára.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir forgangsröðun verkefna í samræmi við tillögu starfshóps um grænkun Valla.

  Fundargerðir

Ábendingagátt