Umhverfis- og framkvæmdaráð

15. júní 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 403

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varamaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Fannar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.
Þórey Þórisdóttir vék af fundi kl. 10:43.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.
Þórey Þórisdóttir vék af fundi kl. 10:43.

  1. Almenn erindi

    • 2205659 – Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar 8. júní sl. voru eftirtaldir kjörnir til setu í umhverfis- og framkvæmdaráði:

      Formaður Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Hraunbrún 48 D
      Varaformaður Árni Rúnar Árnason Álfaskeiði 72 B
      Aðalfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson Fjóluhvammi 9 D
      Aðalfulltrúi Hildur Rós Guðbjargardóttir Ölduslóð 5 S
      Aðalfulltrúi Fannar Freyr Guðmundsson Lækjargötu 30 S

      Varafulltrúi Örn Geirsson Skipalóni 7 D
      Varafulltrúi Jón Atli Magnússon Norðurvangi 6 B
      Varafulltrúi Júlíus Freyr Bjarnason Traðarbergi 27 D
      Varafulltrúi Viktor Ragnar Þorvaldsson Daggarvöllum 6b S
      Varafulltrúi Sigurjóna Hauksdóttir Suðurbraut 2 S

      Áheyrnarfulltrúi Þórey S. Þórisdóttir Þúfubarði 9 C
      Varaáheyrnarfulltrúi Þröstur Valmundsson Söring Álfabergi 28 C

      Lagt fram.

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      Lögð fram tillaga um endurskoðun á erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdaráðs vegna ýmissa breytinga á lögum og reglugerðum undanfarinna missera svo sem vegna ritunar fundargerða í fundargerðabækur, heimild til fjarfunda ef ráðsmaður er innan sveitarfélagsmarka og viðauka við samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 240/2021.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að endurskoða erindisbréf ráðsins.

    • 2206154 – Skilvirkni á sviði skipulags- og byggingamála

      Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8. júní sl. eftirfarandi tillögu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulags- og byggingarráðs:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráðist verði í úttekt á stjórnsýslu umhverfis- og skipulagssviðs sem skili tillögum sem miði að því að bæta skilvirkni, þjónustu og viðmót á sviði skipulags- og byggingarmála bæjarfélagsins.”

      Lagt fram og vísað til úrvinnslu bæjarstjóra.

    • 2206164 – Tónlistarskóli og leikhús

      Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8. júní sl. eftirfarandi tillögu til fræðsluráðs, umhverfis- og framkvæmdaráðs og menningar- og ferðamálanefndar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að:
      a) Hefja undirbúning að stækkun Tónlistarskóla Hafnarfjarðar; greindir verðir möguleikar til viðbyggingar við núverandi húsnæði og gerð áætlun um framkvæmdir og kostnað.
      b) Hefja vinnu við að finna hentugt húsnæði til framtíðar fyrir atvinnuleikhús í bænum.”

      Lagt fram og sviðsstjóra falið að hefja viðræður við hagsmunaðila.

    • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

      Lögð fram tilboð í endurbætur á útisvæði dagdeildar við Sólvang.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðandi, Garðaþjónustu Íslands.

    • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

      Lögð fram tilboð í sorphirðu heimila og stofnana í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga um tilboð 2, metanbílar, vegna verksins Hafnarfjörður sorphirða 2023-2023 við lægstbjóðandi, Terra ehf.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga um tilboð 2, metanbílar, vegna verksins Hafnarfjörður stofnanir sorphirða 2023-2026 við lægstbjóðandi, Terra ehf.

    • 1110158 – Jarðvegstippur, staðsetning

      Tekið til umræðu losun jarðvegs í jarðvegstipp við Hamranes.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að loka jarðvegstipp við Hamranes og felur sviðinu að skoða hvort aðrir möguleikar á jarðvegstipp séu innan sveitarfélagsmarka.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju og farið yfir stöðu mála eftir fund með Kópavogi, Vegagerðinni og SSH.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar kostnaðarmati Vegagerðarinnar um opnun Bláfjallavegar að nýju á milli Krísuvíkurvegar og Bláfjalla til stjórnar SSH til að leiða sameiginlega vinnu Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna að því markmiði að leiðin verði opnuð aftur. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að vegna öryggissjónarmiða verði opnun vegarins hraðað þar sem Bláfjallavegur mun nýtast íbúum sem flóttaleið komi til náttúruhamfara í eða við Hafnarfjörð.

    • 2205390 – Reykjanesbraut, tenging við Kapelluhraun, umferðaröryggi

      Lagt fram bréf frá Rio Tinto dags. 13.5.2022 þar sem lýst er áhyggjum fyrirtækisins af umferðaröryggi á Reykjanesbraut.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að hefja viðræður við Vegagerðina um mögulegar úrbætur.

    • 2205262 – Fjölgun leikskólarýma

      Lagt fram til kynningar.

    • 2204112 – Skólalóð Hraunvallaskóla

      Lögð fram kostnaðaráætlun vegna breytinga á færanlegum stofum við Hraunvallaskóla.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Lögð fram staða rekstrar frá 1. janúar til 30. apríl 2022.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2205056 – Húsfélagðið Fjörður, framkvæmdir

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs til viðaukagerðar við fjárhagsáætlun 2022.

    • 2206180 – Jólalýsing í Hafnarfirði

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að hefja undirbúning við hönnun jólalýsingar 2022.

    • 1407049 – Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að óska eftir ábendingum frá íbúum um fallega og vel hirta garða, götur, opin svæði, fyrirtækja og stofnanalóða vegna Snyrtileikinn 2022.

    • 2206221 – Kaplakriki, hybrid knattspyrnuvöllur

      Lagt fram erindi Fimleikadeildar Hafnarfjarðar varðandi “Hybrid” knattspyrnuvöll í Kaplakrika. Viðar Halldórsson formaður FH mætir til fundarins og kynnir erindið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til bæjarráðs. Ráðið óskar eftir sundurliðaðri kostnaðaráætlun og áætlaðri nýtingu vallarins miðað við samanburð á hefðbundnu grasi og hybrid.

    • 2206222 – Reykjanesbraut tvöföldun, Krýsuvíkurvegur Hvassahraun, samningur

      Lagt fram bréf Vegagerðarinnar varðandi samning um kostnaðarþátttöku Hafnarfjarðarbæjar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.

    Fundargerðir

Ábendingagátt