Umhverfis- og framkvæmdaráð

24. ágúst 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 404

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2208014 – Laufið, kynning á starfsemi

      Talsmenn Laufsins mæta til fundarins og kynna starfsemi sína og þá verkfærakistu sem þeir hafa uppá að bjóða varðandi sýnileika og gagnsæi í umhverfis- og sjálfbærnimálum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 2203618 – Ásvellir, gatnagerð

      Lögð fram niðurstaða útboðs.

      Lagt fram.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Lögð fram niðurstaða útboðs.

      Lagt fram.

    • 2207039 – Ásland 4, gatnagerð

      Umhverfis- og skipulagssvið óskar eftir heimild til að bjóða út gatnagerð og lagnir í Áslandi 4, áfanga 1.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út gatnagerð og lagnir í fyrsta áfanga Áslands 4.

    • 2106052 – Hvaleyrarvatn, aðstaða

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ekki sé heimilt að stunda sundreiðar og ísreiðar í og við Hvaleyrarvatn.

    • 2206221 – Kaplakriki, hybrid knattspyrnuvöllur

      Lögð fram bókun bæjarráðs.

      Lagt fram.

    • 2206180 – Jólalýsing í Hafnarfirði

      Lagt er til að 5 mkr. af fjármagni sem merkt er “Fjölgun á sértækum leiktækjum” sé flutt yfir á fjárfestingar í jólalýsingu.
      Auk þess er lögð fram eftirfarandi tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks: “Lagt er til að tillaga um umfang jólalýsingar liggi fyrir í september. Gert verður sameiginlegt átak í að skreyta stofnanir og byggingar bæjarins.”

      Erindi frestað til næsta fundar.

    • 1407049 – Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn

      Lögð fram samantekt þeirra ábendinga sem bárust.

      Umhverfisviðurkenningar verða veittar fimmtudaginn 15. september kl. 17:00 í aðstöðu Skógræktarfélagins Þöll.

    • 2208006 – Austurgata 44, Grundartún, opið svæði, beiðni um framkvæmdir

      Stefanía Ámundadóttur fh. íbúa Austurgötu 36-47 og Lækjargötu 1-11 leggur 29.7.2022 inn beiðni um að hafist verði handa við skipulag og framkvæmdir á opnu svæði við Austurgötu 44.

      Lagt fram.

    • 2208109 – Plastlaus september 2022, beiðni um samstarf

      Lagt fram erindi Plastlaus september frá 24. júní sl. um áframahaldandi samstarf og fjárstuðning.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir áframhaldandi styrk og leggur til að átakið verði vel kynnt bæjarbúum.

    • 0703337 – Fráveitukerfi, tenging við Garðabæ

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð veitir umhverfis- og skipulagssviði heimild til að segja upp samningi við Garðabæ um móttöku á skólpi.

    • 2103409 – Opið svæði, útfærsla, Hlíðarbraut, Holtsgata og Hringbraut

      Lögð fram tillaga að útfærslu og aðgengismálum að leiksvæði á opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 11. ágúst 2022.

      Lagt fram og vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

    • 2103424 – Grænkun Valla

      Lagðar fram tillögur um áætlun til næstu þriggja ára um Grænkun Valla.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögu átta um afléttingu hverfisverndar aftan við Hraunvallaskóla til skipulags- og byggingarráðs. Gert verði ráð fyrir opnum leik- og útivistarsvæðum í bland við hraunið.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Tekið til umræðu staðsetningar ærslabelgja í bænum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögu að staðsetningu fyrir ærslabelg í Áslandi.

    • 1809488 – Tjaldstæðið, Víðistaðatúni

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur að stækkun/nýju tjaldsvæði á eða við Víðistaðatún eða öðru svæði í bænum sér í lagi með ferðavagna í huga. Jafnframt er óskað eftir tillögu um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn sem gista á Víðistaðatúni.

    • 2206164 – Tónlistarskóli og leikhús

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 15.6.2022 var sviðsstjóra falið að hefja viðræður við hagsmunaaðila. Farið yfir stöðu mála.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir rýmisáætlunum vegna tónlistarskóla og leikhúss.

    • 2208505 – Umhverfis- og framkvæmdaráð, tillögur og fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

      Lögð fram tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar:
      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að nú þegar verði unnið að lagfæringum og endurbótum á skiltum þeim sem eru við bæjarmörk Hafnarfjarðar og gefa vegfarendum til kynna að þeir séu komnir til Hafnarfjarðar. Skiltin eru lítil, gefa fátt til kynna og illsjáanleg vegfarendum. Það þarf að lagfæra og stækka skiltin og gera áberandi, betrumbæta lýsingu og auka upplýsingar um bæinn. Kannaðir verði möguleikar á samkeppni um útlit og gerð. Skrifstofa sviðstóra bæjarskipulags og framkvæmdasviðs leggi fram tillögur um framkvæmdina. Vitinn bæjarmerki Hafnarfjarðar verði að sjálfsögðu áfram í öndvegi skiltanna.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og óskar frekari upplýsinga á næsta fundi ráðsins.

    Fundargerðir

Ábendingagátt