Umhverfis- og framkvæmdaráð

7. september 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 405

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
 • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn. Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn. Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

   Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar 2023-2026 og tímalína.

   Lagt fram.

  • 2201478 – Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033

   Lögð fram að nýju sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  • 2208014 – Laufið, kynning á starfsemi

   Tekið til umræðu.

   Tekið til umræðu.

  • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

   Ishmael David mætir til fundarins og kynnir stöðu innleiðingar á nýrri útfærslu flokkunar og sorphirðu í Hafnarfirði sem tekur gildi 2023.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram umhverfismatsskýrsla og svör vegna þeirra umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma umhverfismatsskýrslu um uppbyggingu á íþróttasvæði Hauka.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagt svar VSÓ vegna þeirra umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingatíma umhverfismatsskýrslu um uppbyggingu á íþróttasvæði Hauka.

  • 2202522 – Kleifarvatn, Hverahlíð, skátaskáli

   Lagt fram erindi dags. 23. júni sl. frá Skátafélaginu Hraunbúum er varðar heimtaug og spennistöð.

   Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdarsviði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að óska eftir frekari upplýsingum um framtíðarhugmyndir á svæðinu.

  • 2206180 – Jólalýsing í Hafnarfirði

   Lagðar fram hugmyndir af jólalýsingu auk þess sem tekin er fyrir að nýju tillaga um að 5 mkr. af fjármagni sem merkt er “Fjölgun á sértækum leiktækjum” sé flutt yfir á fjárfestingar í jólalýsingu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tilfærslu fjármagns og felur sviðinu að vinna áfram að málinu. Gert verði sameiginlegt átak í að skreyta stofnanir og byggingar bæjarins.

  • 1407049 – Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn

   Tillögur til viðurkenninga árið 2022 lagðar fram.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tilnefningar til viðurkenninga snyrtileikans 2022.

  • 2208006 – Austurgata 44, Grundartún, opið svæði, beiðni um framkvæmdir

   Tekið fyrir að nýju erindi Stefaníu Ámundadóttur fh. íbúa Austurgötu 36-47 og Lækjargötu 1-11 frá 29.7.2022. Lögð er inn beiðni um að hafist verði handa við skipulag og framkvæmdir á opnu svæði við Austurgötu 44.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarráði vegna endurskoðunar á skipulagi svæðisins.

  • 2205383 – Ásland 3, skipulag og gróður

   Tekið fyrir erindi varðandi skipulag og gróður í Áslandi 3.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar íbúum fyrir ábendinguna og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2023.

  • 1803160 – Ærslabelgur

   Lögð fram tillaga að staðsetningu ærslabelgs í Áslandi.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ærslabelgur verði staðsettur á leiksvæði við Stekkjarás og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

  • 2103424 – Grænkun Valla

   Lagðar fram tillögur að verkefnum til næstu þriggja ára og tillaga að forgangsröðun verkefna árið 2023.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögum tvö til fimm til fjárhagsáætlunargerðar og tillögu sex til afgreiðslu sviðsins.

  • 2011220 – Skólalóðir

   Lagt fram erindi fræðsluráðs frá 15. júní og 24. ágúst varðandi úttektir á lóðum grunnskóla og leikskóla.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði.

  • 2208505 – Umhverfis- og framkvæmdaráð, tillögur og fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

   Andri Ómarsson verkefnastjóri menningar- og markaðsmála mætir til fundarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og vísar tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar sem lögð var fram 24.8.sl. og ráðið tók jákvætt í til bæjarráðs. Tillagan er svohljóðandi:
   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að nú þegar verði unnið að lagfæringum og endurbótum á skiltum þeim sem eru við bæjarmörk Hafnarfjarðar og gefa vegfarendum til kynna að þeir séu komnir til Hafnarfjarðar. Skiltin eru lítil, gefa fátt til kynna og illsjáanleg vegfarendum. Það þarf að lagfæra og stækka skiltin og gera áberandi, betrumbæta lýsingu og auka upplýsingar um bæinn. Kannaðir verði möguleikar á samkeppni um útlit og gerð. Skrifstofa sviðsstjóra bæjarskipulags og framkvæmdasviðs leggi fram tillögur um framkvæmdina. Vitinn bæjarmerki Hafnarfjarðar verði að sjálfsögðu áfram í öndvegi skiltanna.

  • 2208763 – Hringtorg, yfirborðsfrágangur

   Tekið fyrir.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að gerð verði áætlun til þriggja ára um hönnun og framkvæmd á hringtorgum bæjarins.

  • 2108625 – Umferðarhraði í Hafnarfirði

   Tekið fyrir að nýju.

   Lagt fram.

  • 2208809 – Sundlaugar, skoðanakönnun

   Tekin til umræðu tillaga að skoðanakönnun íbúa um sundstaði bæjarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur þjónustu- og þróunarsviði í samráði við forstöðumenn sundstaðanna að leggja fram skoðanakönnun fyrir notendur sundstaðanna um nýtingu þeirra og hugmyndir að nýjungum.

  • 1606222 – Brettafélagið, húsnæðismál og framtíðarsýn

   Tekið til umræðu húsnæðismál Brettafélags Hafnarfjarðar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umfjöllunar íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 2209094 – Leikhús í Hafnarfirði, framtíðarhúsnæði

   Sviðsstjóri fer yfir stöðu viðræðna.

   Tekið til umræðu.

  Fundargerðir

Ábendingagátt