Umhverfis- og framkvæmdaráð

5. október 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 408

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varamaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
 • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

   Tekin fyrir að nýju gjaldskrá og rekstraráætlun.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir hækkun á gjaldskrá Vatnsveitu vegna notkunargjalds vatns fyrir stórnotendur.

  • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

   Lögð fram drög erindisbréfs umhverfis- og framkvæmdaráðs

   Lagt fram.

  • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

   Lögð fram drög að samkomulagi um að Terra hf. yfirtaki samning Hafnarfjarðarbæjar við Kubb ehf. um sorphirðu í Hafnarfirði út samningstímann. Samningi bæjarins við Kubb ehf. líkur 30. apríl 2023.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir yfirtöku Terra á samning um sorphirðu í Hafnarfirði.

  • 2108625 – Umferðarhraði í Hafnarfirði

   Lögð fram tillaga um lækkun umferðarhraða í Hafnarfirði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar umsagna skipulags- og byggingarráðs, Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og Strætó bs. vegna framlagðrar tillögu og leggur til að sett verði fjármagn í fjárhagsáætlun 2023 til að vinna að umbótamálum umferðarmála.

  • 2202522 – Kleifarvatn, Hverahlíð, skátaskáli

   Tekið fyrir að nýju erindi Skátafélagsins Hraunbúa um uppbygginu á nýjum skátaskála í Hverahlíð við Kleifarvatn.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs og óskar jafnframt eftir upplýsingum um nýtingu hússins og fjölda félagsmanna.

  • 1808059 – Hvaleyrarvatn, Seldalur, tjaldsvæði fyrir Hraunbúa

   Kynnt staða erindisins.

   Tekið til umræðu.

  • 1809488 – Tjaldstæðið, Víðistaðatúni

   Tekið fyrir að nýju.

   Tekið til umræðu og beiðni um þarfagreiningu rekstraraðila ítrekuð auk þess sem forsvarsmenn Hraunbúa eru boðaðir á fund til að ræða framtíðarsýn tjaldsvæðis bæði á Víðistaðatúni og við Hvaleyrarvatn.

  • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

   Kynnt vinna við heildstæða stefnumótun bæjarins varðandi heimsmarkmiðin.

   https://www.hafnarfjordur.is/2035
   https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/umhverfis-og-audlindastefna_final-web_lowres.pdf

   Lagt fram til kynningar.

  • 2208014 – Laufið, kynning á starfsemi

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og veitustjóra að ganga til samninga við Laufin ehf.

  Fundargerðir

Ábendingagátt