Umhverfis- og framkvæmdaráð

2. nóvember 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 411

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
 • Fannar Freyr Guðmundsson varamaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

   Lagt fram að nýju erindisbréf umhverfis- og framkvæmdaráðs.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2210374 – Veraldarvinir, samstarf við Hafnarfjarðarbær

   Lagt fram erindi Veraldarvina varðandi starfsemi GFF og starfsemi í Krýsuvík.

   Ishmael David mætir til fundarins undir öðrum dagskrárlið.

   Lagt fram.

  • 1809488 – Tjaldstæðið, Víðistaðatúni

   Fulltrúar skátafélagsins Hraunbúa mæta til fundarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum Hraunbúa, Hrafnhildi og Bjarna Frey, fyrir komuna og umræður um uppbyggingu útivistarsvæðis og vísar frekari úrvinnslu til umhverfis- og skipulagssviðs.

  • 2202522 – Kleifarvatn, Hverahlíð, skátaskáli

   Fulltrúar skátafélagsins Hraunbúa mæta til fundarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum Hraunbúa, Hrafnhildi og Bjarna Frey, fyrir komuna og umræður um uppbyggingu skála.

  • 2209094 – Leikhús í Hafnarfirði, framtíðarhúsnæði

   Lögð fram húsrýmisáætlun vegna framtíðarhúsnæði leikhúss.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2209095 – Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, framtíðarhúsnæði

   Lögð fram húsrýmisáætlun vegna stækkunar á Tónlistarskóla.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

   Tekin fyrir endurskoðun umhverfisstefnu, loftlagsstefnu og trjáræktarstefnu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð styður endurskoðun á umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar en slík stefna er í reglulegri endurskoðun. Hafnarfjarðarbær á að vera leiðandi í loftlagsmálum og rýmar það við heildarstefnumótun bæjarins í tengslum við Heimsmarkmiðin. Þættir sem snúa að umhverfismálum þurfi að vera skýrir svo að markmiðum t.a.m. um umhverfis- og loftslagsmál verði náð. Nauðsynlegt er að stefnan samþættist enn frekar við Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun.

   Fulltrúi Viðreisnar fagnar að heildarstefna Hafnarfjarðar styðjist við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og vill árétta að Heimsmarkmiðin eru regnhlífarhugtak um heildarstefnu. Þau þurfa því að vera leiðandi í allri stefnumörkun sveitarfélagsins.

  • 2210573 – Kertafleyting, ganga á aðventunni

   Lagt fram erindi sorgarmiðstöðvar þar sem óskað er eftir heimild fyrir göngu sem hefst við Lífsgæðasetur St. Jó á Suðurgötu og gengið í átt að Austurgötu/Tjörninni þar sem kertafleyting fer fram. Þaðan yrði haldið áfram í áttina að Hellisgerði.
   Sorgarmiðstöð biður einnig um leyfi fyrir að fá að tileinka eitt tré í Hellisgerði sorginni.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í og samþykkir erindið og vísar til vinnslu á sviðinu.

  Fundargerðir

Ábendingagátt