Umhverfis- og framkvæmdaráð

16. nóvember 2022 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 412

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Jón Atli Magnússon varamaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
 • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
 • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
 • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

   Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 9. nóvember. Vísað var til ráðsins liðum 10 og 11.

   10. Viðreisn leggur til að meira fé verði forgangsraðað til göngu og hjólastíga

   11. Viðreisn leggur til að forgangsraða meira fé til viðhalds skólahúsnæðis.

   Lagt fram.

  • 2011220 – Skólalóðir

   Lögð fram bókun varðandi aukið fjármagn til viðhalds skólabygginga og skólalóða sem vísað var frá fræðsluráði til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

   Lagt fram.

  • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

   Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar óskar eftir umsögn vegna skipulagslýsingar aðalskipulagsbreytingar sem nær til svæðisins Hraun vestur í Hafnarfirði. Frestur til að skila inn umsögn er 25. nóvember nk.

   Lagt fram.

  • 2202522 – Kleifarvatn, Hverahlíð, skátaskáli

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna þarfagreiningu og kostnaðarmat í samráði við fulltrúa Hraunbúa.

  • 1909131 – Strætó bs, nýtt leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu

   Fulltrúar Strætó mæta til fundarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

  • 2006354 – Vatnasvæðanefnd

   Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar vegna tilnefningar í vatnasvæðanefnd.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tilnefnir Guðmund Elíasson umhverfis- og veitustjóra og til vara Gunnólf Lárusson yfirverkstjóra veitna.

  • 2211292 – Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga

   Lagt fram erindi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun. Óskað er eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að Hafnarfjarðarbær taki þátt í verkefninu.

  • 2206222 – Reykjanesbraut tvöföldun, Krýsuvíkurvegur Hvassahraun, samningur

   Lagður fram samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar varðandi tvöföldum Reykjanebrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns.

   Lagt fram til kynningar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

  • 2208505 – Umhverfis- og framkvæmdaráð, tillögur og fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

   Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar;
   1. Varðandi Ábendingargátt Hafnarfjarðar
   Ég óska eftir upplýsingum eða tölfræði varðandi fjölda ábendinga frá íbúum, tímalengd svörunar og fjölda úrlausna varðandi skilvirkni.
   2. Lýsing á göngustígum Hafnarfjarðar
   Ábendingar hafa borist frá íbúum um skort á lýsingu á ýmsum göngustígum í bænum og óskar fulltrúi Viðreisnar eftir upplýsingum hvaða göngustígar eru upplýstir og hvar megi bæta lýsingu.
   3. Framkvæmdir við hringtorg við Engjavelli
   Óskað er upplýsingum varðandi framkvæmdir við Engjavelli, nánar tiltekið hringtorgið þar sem tré sem hafa verið fjarlægð.
   4. Lausagöngusvæði fyrir hundeigendur
   Hundeigendur í Hafnarfirði kalla eftir merktu svæði í útjaðri Hafnarfjarðar, líkt og nágrannasveitarfélög hafa verið að bjóða uppá, þar sem hægt er að þjálfa og hreyfa hunda. Mikilvægt er að slík svæði séu merkt fyrir aðra vegfarendur til upplýsinga um að lausir hundar séu þar á ferð.

   Lagt fram.

   Fulltrúi Viðreisnar bókar:
   Ábendingargátt er mikilvæg leið fyrir bæjarbúa til að koma áleiðis ábendingum eða kvörtun um það sem þarf að lagfæra eða betrumbæta í nærumhverfi sínu eða varðandi þjónustu bæjarins. Fulltrúi Viðreisnar telur því mikilvægt að svörun sé skilvirk og að upplýsingum um farveg mála og upplýsingum um úrlausn sé tilkynnt viðkomandi eins fljótt og kostur er.

   Fulltrúi Viðreisnar telur einnig mikilvægt að göngustígar séu vel lýstir sér í lagi yfir vetrarmánuðina þar sem þeir eru víða dimmir og þar af leiðandi illfærir.

   Viðreisn hefur talað fyrir opnum svæðum fyrir hundaeigendur og fagnar góðu hundagerði við Kirkjugarða Hafnarfjarðar. Viðreisn tekur undir ákall um opið, vel skilgreint og merkt hundasvæði þar sem lausa ganga er leyfð í nærumhverfi Hafnarfjarðar eins og víða er boðið uppá í nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar.

  • 2206180 – Jólalýsing í Hafnarfirði

   Tekið til umræðu.

   Ingibjörg Sigurðardóttir garðyrkjustjóri og Björn Bögeskov Hilmarsson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar mæta til fundarins undir ellefta dagskrárlið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar starfsmönnum fyrir framkvæmd við jólalýsingu í bænum og lýsir ánægju sinni með fallega og metnaðarfulla lýsingu. Það verður ánægjulegt fyrir Hafnfirðinga og gesti að njóta aðventunnar í fallega skreyttum jólabæ.

  • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

   Tekið til umræðu.

   Ishmael David verkefnisstjóri mætir til fundarins undir tólfta dagskrárlið.

   Tekið til umræðu.

  Kynningar

  • 2210374 – Veraldarvinir, samstarf við Hafnarfjarðarbær

   Forsvarsmenn Veraldarvina mæta til fundarins og kynna hugmyndir sínar um samstarf við Hafnarfjarðarbæ.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og felur sviðsstjóra að skoða stöðu samninga um húsnæðið í Krýsuvík.

  Fundargerðir

Ábendingagátt