Umhverfis- og framkvæmdaráð

30. nóvember 2022 kl. 08:30

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 413

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Viktor Ragnar Þorvaldsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Kynnt staða rekstrar fram til 1. okt 2022.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Lögð fram að nýju bókun bæjarstjórnar frá 9. nóvember sl.

      Vegna tillögu Viðreisnar um að meira fé verði forgangsraðað til gögnu og hjólastíga er bókað: Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir þessa ábendingu og vill benda á að það er gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum til að efla vistvænar samgöngur og með því er verið að forgangsraða fjármunum beint til þess að styrkja göngu og hjólastíga. Eins er vakin athygli á ný stofnuðum starfshópi sem vinnur að hjólastefnu fyrir Hafnarfjörð. Vonir eru að hægt verði að nýta þá vinnu til að forgangsraða verkefnum bæði í viðhaldi og uppbyggingu hjólastíga.

      Vegna tillögu Viðreisnar um að forgangsraða meira fé til viðhalds skólahúsnæðis er bókað: Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir ábendinguna og vill vekja athygli á því að gert er ráð fyrir að tæpar 550 milljónir verði lagðar til við viðhald fasteigna og 50% af því er áætlað að fara í leik- og grunnskóla. Það er einnig gert ráð fyrir um 300 milljónum í stærri viðhaldsverkefni í fjárfestingaráætlun og að auki er gert ráð fyrir um 30 milljónum í viðhald á skólalóðum. Bent er á skýrslur sem liggja fyrir um viðhald á leik- og grunnskólum á vefsíðu bæjarins. Hækkun á viðhaldsfé er um 10% á milli ára.

    • 2011220 – Skólalóðir

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúa kennara í fræðsluráði fyrir ábendinguna og vill vekja athygli á því að gert er ráð fyrir að tæpar 550 milljónir verði lagðar til við viðhald fasteigna og 50% af því er áætlað að fara í leik- og grunnskóla. Það er einnig gert ráð fyrir um 300 milljónum í stærri viðhaldsverkefni í fjárfestingaráætlun og að auki er gert ráð fyrir um 30 milljónum í viðhald á skólalóðum. Bent er á skýrslur sem liggja fyrir um viðhald á leik- og grunnskólum á vefsíðu bæjarins og einnig undir lið 5 í þessari fundargerð. Hækkun á viðhaldsfé er um 10% á milli ára.

    • 11032700 – Sundhöll Hafnarfjarðar

      Fulltrúar AV arkitekta mæta til fundarins og kynna tillögur að endurbótum á lauginni.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

    • 22111193 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2022 og viðhaldsáætlun 2023

      Lagðar fram viðhaldsskýrslur fyrir 2022 og áætluð viðhaldsverkefni 2023.

      Lagt fram.

    • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

      Lögð fram skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Hrauns vesturs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu.

    • 2208006 – Austurgata 44, Grundartún, opið svæði, beiðni um framkvæmdir

      Lögð fram bókun skipulags- og byggingarráðs.

      Lagt fram.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      Tekið fyrir að nýju.

    • 1809488 – Tjaldstæðið, Víðistaðatúni

      Lögð fram bókun menningar- og ferðamálanefndar frá 23.11.2022 og minnisblað garðyrkjustjóra.

      Lagt fram.

    • 22111252 – Hvaleyrarvatn, gerð tanga

      Lagt fram erindi St. Georgsgildisins í Hafnarfirði um gerð tanga við austurenda vatnsins til að bæta aðgengi að sjálfu vatninu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar umsagnar skipulagsfulltrúa.

    • 2210125 – Ungmennaráð, tillögur 2022

      Lögð fram samantekt vegna tillagna ungmennaráðs sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fulltrúar ungmennaráðs verði boðaðir til næsta fundar til að ræða tillögurnar.

    • 2208505 – Umhverfis- og framkvæmdaráð, tillögur og fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

      Lögð fram svör við fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar sem lögð var fram 16. nóvember sl.

      Lagt fram.

    • 22111270 – Vatnsveita Hafnarfjarðar, vatnsmiðlunartankur í Áslandi

      Tekið til til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og veitustjóra að koma með hugmyndir að fegrun svæðisins, svo sem útsýnispalli og bekk.

    • 2012037 – Loftslagsmál, stefna, aðgerðaráætlun

      Tillaga að loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar og umsagnar.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og gerir ekki frekari athugasemdir.

    • 2208014 – Laufið, kynning á starfsemi

      Kynnt staða verkefnisins.

      Tekið til umræðu.

    Fundargerðir

Ábendingagátt