Umhverfis- og framkvæmdaráð

14. desember 2022 kl. 08:30

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 414

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
 • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
 • Þröstur Valmundsson Söring varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 22111359 – Miðbær, hraðhleðslustöð, beiðni um uppsetningu

   Lagt fram erindi HS Orku þar sem óskað er eftir uppsetningu og rekstri 2-4 hraðhleðslustöðva 2-4 í miðbænum.

   Sjá bókun þriðja dagskrárliðar.

  • 2212237 – Miðbær, hraðhleðslustöð við Fjörð

   Lagt fram erindi Ísorku ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum vegna uppfærslu eða útskipti á hraðhleðslustöð við verslunarmiðstöðina Fjörð.

   Sjá bókun þriðja dagskrárliðar.

  • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

   Tekið fyrir að nýju.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsdeild að leggja fram tillögu að staðsetningu hleðslustöðva í Hafnarfirði.

   1. Í miðbænum.
   2. Við stofnanir bæjarins.
   3. Við almenn stæði í götum.

   Lögð verði áhersla á hleðslustæði í miðbænum með það í huga að það verði boðið út í upphafi nýs árs.

  • 2210125 – Ungmennaráð, tillögur 2022

   Fulltrúar ungmennaráðs mæta til fundarins.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna og umræður um tillögurnar.

  • 22111193 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2022 og viðhaldsáætlun 2023

   Tekið fyrir að nýju.

   Tekið til umræðu.

  • 11032700 – Sundhöll Hafnarfjarðar

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og vísar tillögum að breytingum Sundhallararinnar til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs.

  • 2206311 – Áfangastaðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

   Verkefnastjóri menningar- og markaðsmála mætir til fundarins og kynnir málið.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Andra Ómarssyni verkefnastjóra fyrir kynninguna.

  • 22111152 – Aðstöðuleysi frístundaheimilisins Holtasel

   Tekin fyrir bókun fræðsluráðs sem vísað var til umhverfis- og skipulagssviðs. Fræðsluráð tekur undir ákall um bætta aðstöðu fyrir frístundaheimili Holtasels við Hvaleyrarskóla og hvetur umhverfis- og skipulagssvið til að taka jákvætt í ósk þeirra og finna lausnir sem henta bæði börnunum og frístundaheimilinu.

   Lagt fram og vísað til vinnslu umhverfis- og skipulagssviðs.

  • 22111270 – Vatnsveita Hafnarfjarðar, vatnsmiðlunartankur í Áslandi

   Lögð fram tillaga að frágangi við tankinn.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og veitustjóra að vinna tillöguna áfram.

  • 2109683 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð 2022

   Tekið til umræðu útfærsla sorphirðu í tengslum vð flokkun í 4 flokka við heimili.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir útfærslu sorphirðu í 4. flokka.

  • 2212177 – Engjavellir, stofnræsi

   Lögð fram tilboð vegna stofnræsis skólplagna við Engjavelli.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga við lægstbjóðanda, D.Ing-Verk ehf.

  • 2212264 – Heitavatnsöryggi

   Tekið til umræðu.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á afhendingaröryggi á heitu vatni á álagstímum. Skerðing á heitu vatni er að verða fastur liður í kuldaköstum og er það miður. Núna berast fréttir þess efnis að loka eigi fimm sundlaugum í yfirstandandi kuldakasti og þar af tveimur í Hafnarfirði. Umhverfis- og framkvæmdaráð vekur athygli á að Krýsuvík sé kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. Því er enn meiri ástæða til að flýta rannsóknum til nýtingar á jarðvarma á því svæði. Með nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið. Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til Veitna að finna lausnir til að tryggja afhendingaröryggi og óskar eftir upplýsingum um verklag við ákvarðanatöku lokana.

  Fundargerðir

Ábendingagátt