Umhverfis- og framkvæmdaráð

25. janúar 2023 kl. 08:30

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 416

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur ELíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur ELíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Kynnt rekstrarstaða fram til 1. desember.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2301124 – Sorphirða, staða mála

      Lagt fram minnisblað.

      Lagt fram.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      Kynnt staðan og lögð fram ósk um heimild til útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð vegna rafhleðslustöðva í miðbæ.

    • 2207039 – Ásland 4, gatnagerð

      Lögð fram niðurstaða útboðs.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga við lægstbjóðanda Grafa og grjót ehf.

    • 2301470 – Sorpa, kynning

      Fulltrúar Sorpu bs. mæta til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Jóni Viggó Gunnarssyni og Gunnari Dofra Ólafssyni fyrir kynninguna.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur Sorpu bs. til að skoða aðstöðu innan Hafnarfjarðar fyrir útibú Góða Hirðsins og koma hringrásarhagkerfinu með þeim hætti nær íbúum bæjarins. Auk þess skorar ráðið á olíufélögin að opna metanstöð í Hafnarfirði.

    • 1809488 – Tjaldstæðið, Víðistaðatúni

      Skipulagshöfundur mætir til fundarins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Þránni Haukssyni yfirferðina. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur Þránni deiliskipulagshöfundi svæðisins að vinna áfram að heildarendurskoðun þess í samræmi við hugmyndir um að notkun nýtist íbúum og gestum sem best.
      Sem tímabundin lausn er lagt til að hluti bílastæða við skólagarða verði skoðað sem næturstæði fyrir gesti skáta.

    • 2301572 – Víðistaðatún, notkun sumarið 2023

      Lagt fram erindi Krikketsambands Íslands varðandi leiki félagsins í sumar.

      Lagt fram.

    • 22111252 – Hvaleyrarvatn, gerð tanga

      Lögð fram umsögn.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til sviðsins að skoða útfærslur í samráði við skipulagshöfund.

    • 2202522 – Kleifarvatn, Hverahlíð, skátaskáli

      Lagt fram erindi Hraunbúa og minnisblað umhverfis og skipulagssviðs.

      Lagt fram.

    • 2210374 – Veraldarvinir, samstarf við Hafnarfjarðarbær

      Tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Veraldarvini um uppbyggingu og notkun “Ráðsmannshússins” í Krýsuvík.

    • 2301598 – Berjahlíð 3, viðhald

      Kynnt niðurstaða útboðs á viðhaldi að Berjahlíð 3.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga við lægstbjóðanda Ás Smíði ehf.

    Fundargerðir

Ábendingagátt