Umhverfis- og framkvæmdaráð

22. febrúar 2023 kl. 08:30

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 418

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn; Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn; Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2210575 – Laufin ehf., samstarf

      Fulltrúar Laufsins mæta til fundarins og kynna stöðu verkefnisins.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Raquelita Rós Aguilar og Sveinborgu Kötlu Daníelsdóttur fyrir kynninguna.

    • 1801603 – Grenndargámakerfi

      Tekið til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagt minnisblað og vísar breytingum á skipulagi vegna nýrra grenndarstöðva til skipulags- og byggingarráðs.

    • 0708125 – Hellnahraun III, gatnagerð

      Lögð fram niðurstaða útboðs á gatnagerð.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga við lægstbjóðandi, Grafa og grjót ehf.

    • 2302244 – Stóri Plokkdagurinn 30. apríl 2023, ósk um þátttöku

      Erindi Plokk á Íslandi tekið fyrir þar sem kynnt er að Stóri Plokkdagurinn 2023 verði 30. apríl n.k.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar erindinu og hvetur íbúa til virkrar þátttöku og vísar undirbúningi verkefnisins til samskiptastjóra.

    • 2210374 – Veraldarvinir, samstarf við Hafnarfjarðarbær

      Lögð fram drög að leigusamning.

      Lagt fram.

    • 2301572 – Víðistaðatún, notkun sumarið 2023

      Lögð fram umsögn ÍTH.

      Lagt fram.

    • 2010043 – Áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns í Garðabæ

      Lögð fram kynning Umhverfisstofnunar á tillögu friðlýsingar Urriðakotshrauns í Garðabæ sem fólkvang ásamt korti af svæðinu.
      Frestur til að skila athugasemdum er til og með 11. maí 2023.

      Lagt fram og vísað til umhverfis- og skipulagssviðs að gera umsögn.

    Kynningar

    • 2209929 – Reykjavíkurvegur, Strandgata, umferðaröryggi

      Ragnar Gauti Hauksson mætir til fundarins og fer yfir efni skýrslna um úttektir og aðgengi við stoppistöðvar strætó og aðgengi og þveranir á götum í Hafnarfirði.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Ragnari Gauta Haukssyni fyrir kynninguna og vísar í bókun síðasta fundar með forgangslista framkvæmda.

    Fundargerðir

Ábendingagátt