Umhverfis- og framkvæmdaráð

8. mars 2023 kl. 08:30

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 419

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður
  • Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örn Geirsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2303112 – Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar, starfsmannahald 2023

      Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustumiðstöðvar.

      Björn Bögeskov mætir til fundarins undir 1. dagskrárlið.

      Starfsemi Hafnarfjarðarbæjar er mjög fjölbreytt með fjölbreyttum hópi starfsmanna. Þjónustumiðstöðin gegnir stóru hlutverki í rekstri bæjarins með margvíslega þjónustu við bæjarbúa. Með ört vaxandi bær er fyrirséð að umsvif þjónustumiðstöðvarinnar mun aukast næstu árin og taka fulltrúar undir með að þörf sé á fjölgun stöðugilda hjá þjónustuverinu. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að sviðsstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs geri grein fyrir áætlaðri brýnni þörf og þörf til framtíðar vegna fjölda stöðugilda hjá þjónustumiðstöðinni.

    • 22111193 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2022 og viðhaldsáætlun 2023

      Lagðar fram viðhaldsskýrslur vegna búsetukjarna.

      Hálfdán Þórðarson mætir til fundarins undir 2. dagskrárlið.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar yfirferð skýrslunnar.

    • 2111279 – Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2302383 – Ásvellir 1, knatthús, útgáfa byggingaleyfis mál nr. 23 árið 2023, kæra

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2302542 – Starfsleyfi fyrir opin leiksvæði í Hafnarfirði

      Lagt fram erindi heilbriðgðiseftirlitsins varðandi starfsleyfi fyrir opin leiksvæði í Hafnarfirði.

      Lagt fram.

    • 2106055 – Krýsuvík, Seltún

      Kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir við endurgerð á aðkomupalli í Seltúni.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2209164 – Lækjargata, snjóbræðsla og ljós á göngustíg

      Erindið tekið fyrir að nýju.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skoðunar á umhverfis- og skipulagssviði.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Farið yfir stöðu verkefnisins og óskað heimildar til útboðs vegna næstu framkvæmda.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð vegna annars áfanga verkefnisins.

    • 2103424 – Grænkun Valla

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 2303194 – Hlíðarberg, leikskólalóð, beiðni um viðbótarfjármagn

      Lagt fram erindi skólastjórnenda leikskólans að Hlíðarbergi þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni til viðhalds á lóð og endurnýjunar leiktækja.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og vísar til viðhaldsáætlunar ársins 2023 en þar kemur fram á bls. 20 um viðhaldsþörf leikskólans Hlíðarbergs “yfirfara lóð, girðingar, tæki og annað sem kemur uppá”.

    Fundargerðir

Ábendingagátt