Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

23. ágúst 2007 kl. 08:45

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 105

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Sd 21.
  1. Almenn erindi

    • 0701156 – OneSystems, málaskrárkerfi

      Jóna Ósk Guðjónsdóttir mætti til fundarins og kynnti nefndarmönnum notkun fundargáttar fyrir fundi nefndarinnar.

      Frestað milli funda.

    • 0707116 – Umhverfisnefnd MSÍ, kynning.

      Lagt fram bréf, ódags., frá umhverfisnefnd MSÍ, þar sem óskað er eftir samstarfi vegna vandamála sem koma upp vegna utanvegaaksturs vélhjólamanna. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar á fundi þann 16. ágúst.

      Nefndin felur verkefnisstjóra Sd 21 að gera uppkast að svari við bréfinu og leggja fyrir næsta fund.

    • 0706352 – Endurheimt fuglalífs, engir lausir kettir.

      Lagt fram erindi frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur kt. 270939-2959 um endurheimt fuglalífs-engir lausir kettir. Bæjarráð vísaði erindinu umsagnar hjá umhverfisnefnd og heilbrigðisnefnd á fundi 29. júní.

      Nefndin felur verkefnisstjóra Sd 21 að gera uppkast að svari við bréfinu og leggja fyrir næsta fund.

    • 0706237 – Vistvernd í verki, samningur.

      Endurnýjun samnings Hafnarfjarðarbæjar og Landverndar um verkefnið “Vistvernd í verki”.

      Nefndin samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu, fjármagn verði tekið af lið Staðardagskrár 21.

Ábendingagátt