Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

19. september 2007 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 107

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0709117 – Þorlákstún, Lyngbarð 2

      Steinþór Einarsson mætir á fundinn og kynnir tillögur að breytingu á deiliskipulagi fyrir Þorlákstún.

      Frestað milli funda.

    • US060042 – Friðlýsingar skv. aðalskipulagi og lögum um náttúruvernd

      Þráinn Hauksson landslagsarkitekt mætir og kynnir tillögur að mörkun svæðanna sem lagt er til að verði friðlýst.

      Frestað milli funda.

    • 0707015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu

      Fulltrúar Hs mæta til fundarins og kynna umsóknina og umhverfisáhrif af tilraunaborununum.

      Nefndin þakkar fulltrúum HS, Albert Albertssyni, Þorgrími Árnasyni og Guðjóni Jónssyni frá VSÓ fyrir kynninguna.%0DÁkveðið var að nefndin muni fara í vettvangsskoðun og kynna sér málið frekar. Afgreiðslu frestað.

    • 0709163 – Metangas til Hafnarfjarðar, samkomulag um hagkvæmis- og kostnaðaráætlun

      Samkomulag Hafnarfjarðarbæjar, Metan hf. og N1 hf. lagt fyrir nefndina.

      Nefndin fagnar samkomulaginu. Það er gott og mikilvægt skref í umhverfismálum og í samræmi við anda Staðardagskrár 21.

    • 0709069 – Suðurstrandarvegur, tillaga úr bæjarstjórn 4.sept. sl., vísað til umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21

      Vegagerðin hefur sótt um leyfi til námu og jarðvegsrannsókna vegna Suðurstrandarvegar. Bæjarstjórn vísaði erindinu til umsagnar UHN/Sd21 á fundi þann 4. september. s.l.

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 minnir á hlutverk nefndarinnar varðandi efnistökumál og náttúruverndarmál, sbr. lög um náttúruvernd nr. 44/1999. Nefndin óskar því eftir að fá frekari kynningu á málinu á næsta fundi. Afgreiðslu málsins frestað milli funda.

    • 0703082 – Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar 2007-2011.

      Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.

      Nefndin hefur engar athugasemdir við drög að jafnréttisstefnu bæjarins 2007-2011.

    • 0701174 – sjálbær þróun - sýning

      Fjallað um opnun sýningarinnar sem verður laugardaginn 22. september.

      Lagt fram.

    • 0709161 – Samgönguvika

      Dagskrá samgönguviku í Hafnarfirði lögð fram.

      Lagt fram.

Ábendingagátt