Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6
Áður á dagskrá á fundi 113, 28. nóvember s.l. en afgreiðslu var frestað þá.
Nefndin telur að niðurstöður skýrslunnar gefi tilefni til að við úthlutun lóða undir iðnaðarstarfsemi sé vandlega hugað að mengunarmálum komandi starfsemi og samlegðaráhrifum við mengun frá þeirri starfsemi sem þegar er til staðar. Hafnarfjarðarbær þarf að vera meðvitaður um möguleg samlegðaráhrif og skoða mengunarmál og samlegðaráhrif heildstætt en ekki hverja starfsemi og mengun frá henni, fyrir sig. Við frekari uppbyggingu á iðnaðarsvæðum þarf að velja saman starfsemi þannig að mengunarálag verði ekki óhóflegt í stökum mengunarþáttum. %0DNefndin telur æskilegt að rannsóknir á mengun verði efldar, fleiri mengunarþættir mældir og sýnatökustöðum fljölgað.%0D
Tekið fyrir að nýju. Málið var áður á dagskrá á fundum 109 (17. okt) og 110 (24. okt). Lögð fram drög Berglindar Guðmundsdóttur landslagsarkitekt á skipulags- og byggingarsviði að samkeppnislýsingu.
Nefndin óskar eftir því að áfram verði unnið við drögin í samræmi við umræður á fundinum og þeim vísað til umsagnar í skipulags- og byggingarráð.
Kynnt tillaga að gönguleið að Vitanum á Hverfisgötu. Framkvæmdarráð vísaði málinu til umsagnar UHN/Sd 21 á fundi 3. desember 2007.
Nefndin lýsir ánægju sinni með að aðgengi að vitanum, sem telja má til menningarsögulegra minja í bænum, skuli betrumbætt og styður umrædda aðgerð. Samkvæmt lýsingu verður aðgerðin afturkræf og er það fagnaðarefni að hugað skuli að slíku við framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins.
Erindi Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur um aðgerðir til endurheimtar fuglalífs. Nefndin veitti umsögn, að ósk bæjarráðs, um svipað erindi á fundi 5. september 2007.
Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 felur verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 að gera drög að svari nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum.