Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

12. desember 2007 kl. 18:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 114

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0711174 – Straumsvík, heavy metals and sulphur in mosses around the aluminium smelter 2005.

      Áður á dagskrá á fundi 113, 28. nóvember s.l. en afgreiðslu var frestað þá.

      Nefndin telur að niðurstöður skýrslunnar gefi tilefni til að við úthlutun lóða undir iðnaðarstarfsemi sé vandlega hugað að mengunarmálum komandi starfsemi og samlegðaráhrifum við mengun frá þeirri starfsemi sem þegar er til staðar. Hafnarfjarðarbær þarf að vera meðvitaður um möguleg samlegðaráhrif og skoða mengunarmál og samlegðaráhrif heildstætt en ekki hverja starfsemi og mengun frá henni, fyrir sig. Við frekari uppbyggingu á iðnaðarsvæðum þarf að velja saman starfsemi þannig að mengunarálag verði ekki óhóflegt í stökum mengunarþáttum. %0DNefndin telur æskilegt að rannsóknir á mengun verði efldar, fleiri mengunarþættir mældir og sýnatökustöðum fljölgað.%0D

    • 0710169 – Óla Run tún - hugmyndasamkeppni.

      Tekið fyrir að nýju. Málið var áður á dagskrá á fundum 109 (17. okt) og 110 (24. okt). Lögð fram drög Berglindar Guðmundsdóttur landslagsarkitekt á skipulags- og byggingarsviði að samkeppnislýsingu.

      Nefndin óskar eftir því að áfram verði unnið við drögin í samræmi við umræður á fundinum og þeim vísað til umsagnar í skipulags- og byggingarráð.

    • 0711205 – Vitinn, gönguleið við Hverfisgötu

      Kynnt tillaga að gönguleið að Vitanum á Hverfisgötu. Framkvæmdarráð vísaði málinu til umsagnar UHN/Sd 21 á fundi 3. desember 2007.

      Nefndin lýsir ánægju sinni með að aðgengi að vitanum, sem telja má til menningarsögulegra minja í bænum, skuli betrumbætt og styður umrædda aðgerð. Samkvæmt lýsingu verður aðgerðin afturkræf og er það fagnaðarefni að hugað skuli að slíku við framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins.

    • 0706352 – Endurheimt fuglalífs

      Erindi Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur um aðgerðir til endurheimtar fuglalífs. Nefndin veitti umsögn, að ósk bæjarráðs, um svipað erindi á fundi 5. september 2007.

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 felur verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 að gera drög að svari nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum.

Ábendingagátt