Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

13. febrúar 2008 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 117

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0705170 – Herjólfsgata, sjóbaðsaðstaða

      Kynntar að nýju tillögur að sjóbaðssaðstöðu við Herjólfsgötu. Áður á dagskrá á fundi 102 þann 30.05.2007. Sigurður Einarsson og Guðný Arna Eggertsdóttir frá Batteríinu kynntu tillöguna.

      UHN/Sd 21 þakkar kynninguna. Nefndin lýsir ánægju með nýju tillöguna og telur breiðari stiga til bóta. Nefndin telur æskilegt að aðgengi verði ekki takmarkað heldur opið öllum. Sjóbaðsaðstaðan bætir aðgengi að náttúrunni og stuðlar að auknum lífsgæðum íbúa í samræmi við Staðardagskrá 21.

    • 0709163 – Metangas til Hafnarfjarðar, samkomulag um hagkvæmis- og kostnaðaráætlun

      Metangasafgreiðsla í Hafnarfirði – frumathugun. Skýrsla VGK-Hönnunar lögð fram til kynningar.

      UHN/Sd 21 fagnar framtakinu og hvetur til að áfram verði unnið að því markmiði að metanafgreisðlustöð verði starfrækt í Hafnarfirði.

    • 0802036 – Landgræðsla ríkisins, héraðsáætlanir

      Kynning á verkefninu Héraðsáætlanir Landgræðslunnar. Lagt fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 0711057 – Staðardagskrá 21, landsráðstefna 2008

      Verkefnisstjóri Sd 21 gerir grein fyrir 10 landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 sem haldin var um nýliðna helgi.

      Lagt fram.

    • 0802070 – Græni trefillinn

      Verkefnisstjóri Sd 21 gerir grein fyrir vinnu sem Skógræktarfélag Íslands hefur haft forystu um, um skipulag og framkvæmdir við græna treflinn.

      Lagt fram.

Ábendingagátt