Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

27. febrúar 2008 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 118

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0710021 – Stjörnuathugunarstöð, lóðarumsókn í Krísuvík og framtíðaraðstaða

      Skipulags og byggingarsvið vísaði málinu til kynningar í UHN/Sd 21 á fundi ráðsins þann 19. febrúar s.l. Fulltrúar stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarnes mæta til fundarins.

      Nefndin þakkar fulltrúum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarnes, þeim Sævari Helga Bragasyni, Grétari Erni Ómarssyni og Óskari Torfa Viggóssyni, fyrir kynninguna.%0DNefndin tekur jákvætt í erindið. %0DStjörnuathugunarstöð í Krýsuvík gefur færi á því að auka fræðslu til almennings og skólabarna um náttúru Krýsuvíkur og efla um leið vísindaáhuga og skilning. Staðsetning Krýsuvíkur með tilliti til ljósmengunar og lítillar loftmengunar s.s. brennisteinsmengunar, gerir svæðið einstakt fyrir stjörnu- og náttúruskoðun. Starfsemin fellur vel að markmiðum um náttúrvernd og útivist.

    • 0712161 – Reykjanesbraut, kaldavatnslögn milli Alcan og Golfvallar Keilis

      Framkvæmdaráð vísaði málinu til umsagnar UHN/Sd 21 og Heilbrigðiseftirlits á fundi þann 18. febrúar s.l.

      Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

    • 0801346 – Umhverfisvaktin 2008

      Umsóknarfrestur um þátttöku er liðinn. Lagður fram listi með tillögu að hvaða hópa skal samið við um þátttöku.

      Lagt fram. UHN/Sd 21 vísar málinu til framkvæmdaráðs til samþykktar. Verkefnisstjóra Sd 21 er falið að ljúka gerð verksamninga við þá aðila sem valdir eru til samstarfs í samráði við framkvæmdasvið.

Ábendingagátt