Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

11. júní 2008 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 125

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0805256 – Hundaæfingasvæði

      Lagt fram erindi Ásgeirs Ingvarssonar með tilllögu um að reist verði sérstök hundagerði á völdum stöðum í bænum.%0DSkipulags og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 á afgreiðslufundi þann 18. maí s.l.

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari tillögu um staðsetningu slíkra svæða, útfærslu og hvað þar fari fram.%0DNefndin óskar jafnframt eftir því að skipulags og byggingasvið taki til skoðunar svæði fyrir hunda í tengslum við rammaskipulag upplandsins.

    • 0801195 – Grænar og bláar tunnur.

      Tekið fyrir að nýju. Lagðar fram tillögur að breytingum í sorphirðu.

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 samþykkir tillögurnar og vísar þeim til framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

    • 0710169 – Óla Run tún, hugmyndasamkeppni.

      Hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Óla Run túns er lokið og verðlaun hafa verið afhennt.

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 óskar verðlaunahöfum inilega til hamingju og þakkar öllum sem sendu inn tillögur fyrir þátttökuna.%0D%0DÞátttaka í samkeppninni var mjög góð. Alls var 38 tillögum skilað inn og voru þær mjög fjölbreyttar, bæði hvað varðar hugmyndir og framsetningu. Greinilegt var að samkeppnin náði markmiði sínu sem var að “kalla fram hugmyndaauðgi bæjarbúa og fá fjölbreyttar hugmyndir sem geta veitt bæjaryfirvöldum innblástur fyrir frekara skipulag túnsins”.%0D%0DVeitt voru fern verðlaun.%0D%0D1. verðlaun, kr. 100.000 hlaut Elínborg Ragnarsdóttir fyrir tillögu sína Rollan.%0DÍ umsögn dómnefndar sagði m.a.: Dómnefnd var sammála um að þessi tillaga sameinaði margar aðrar tillögur og væri málsvari þeirra sem tóku þátt í keppninni, það er að gera svæðið að fjölskyldu og útivistarsvæði. Tillagan gerir ráð fyrir brettagarði sem gæti nýst sem svæði fyrir leiksýningar eða tónleika, leiksvæði fyrir boltaleiki og ýmsa aðra leiki, leiksvæði með hafnfirskum rambeltum, grill svæði og síðast en ekki síst minnisvarða um rollurnar hans Óla Run.%0D%0D2. verðlaun, kr. 50.000 hlaut Eva Hulda Emilsdóttir fyrir tillögu sína Köttur og Mús. %0DÍ umsögn dómnefndar sagði m.a.: Að mati dómnefndar er hugmyndin skemmtilega framsett og verður að segja eins og er að hún skoraði mjög hátt. Við lítum svo á að Eva Hulda sé að byrja að sauma garðinn og hægt er að bæta við hann eftir efnum og aðstæðum en eins og flestar tillögurnar miðar þessi að því að túnið verði afþreyingar og skemmtigarður.%0D%0D3. verðlaun, kr. 25.000 hlaut Birgitte Bjarnason fyrir tillögu sína 1,2,3 ég á mér draum.%0DÍ umsögn dómnefndar sagði m.a.: Að mati dómnefndar er sagan af stúlkunni sem hittir blómálfinn og spjallar við hann um lífið og tilveruna og um það sem hægt er að gera með þetta svæði í senn draumkennd og ljóðræn hugmynd sem líkt og margar aðrar gerir ráð fyrir að túnið verði skemmti og hreyfigarður fyrir allar kynslóðir. %0D %0DSérstök verðlaun fyrir athyglisverðustu/frumlegustu tillöguna hlaut Sigurður Sigurðarson fyrir tillögu sína Landnáma, Verðlaunin voru reiðhjól fyrir allt að kr. 40.000 frá versluninni Hjólaspretti sem ennfremur gaf aukabúnað á hjólið.%0DÍ umsögn dómnefndar sagði m.a.: Að mati dómnefndar var þessi tillaga athygliverðust/frumlegust vegna þess að hún barst í lokuðum trékassa og fylgdi skrúfjárn með til að opna. Það var því mystic í lofti þegar dómnefndin skrúfaði lokið af og í ljós kom innihaldið.%0D%0DDómnefnd var skipuð 5 manns:%0DGuðfinna Guðmundsdóttir, formaður UHN/Sd 21, formaður dómnefndar%0DBegur Ólafsson, fulltrúi UHN/Sd 21%0DAlice Olivia, Íbúi í bænum%0DBrynjólfur Jónsson , fulltrúi íbúa við Óla Run túnið%0DAgnes Ýr Jóhannsdóttir, fulltrúi nemenda í Hvaleyrarskóla%0D%0DAllar tillögurnar sem bárust i keppnina voru til sýnis í anddyri bókasafns Hafnarfjarðar dagana 22. maí til 2. júní.%0D

    • SB030312 – Jarðvegstippur

      Að undanförnu hefur verið umræða manna á milli um framkvæmd við jarðvegstipp/landmótunarstað ofan við Hamranes.

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 óskar eftir upplýsingum um framgang landmótunarverkefnisins.

Ábendingagátt