Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

9. júlí 2008 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 126

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0807074 – Ný umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

      Formaður skipulags og byggingarráðs setur fund og stjórnar kosningu formanns og varaformanns. Á fundi bæjarstjórnar þann 10. júní síðast liðinn var kjörin ný umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21. Eftirtaldir hlutu kosningu: Aðalmenn: Guðfinna Guðmundsdóttir Birkihvammi 5, Davíð Arnar Stefánsson Suðurgötu 38 og Bergur Ólafsson Klettahrauni 3. Varamenn: Sigrid Foss Arnarhrauni 40, Jón Rafnar Jónsson Ölduslóð 22 og Hallur Helgason Brekkuhvammi 14. Fyrir liggur tillaga um Guðfinnu Guðm,undsdóttur sem formann og Davíð Arnar Stefánsson sem varaformann.

      Lögð fram tillaga um að Guðfinna Guðmundsdóttir verði formaður – samþykkt samhljóða.%0DLögð fram tillaga um að Davíð Arnar Stefánsson verði varaformaður – samþykkt með tveimur atkvæðum, einn sat hjá.

    • 0807072 – Ferðaþjónustumöguleikar í Reykjanesfólkvangi.

      Lögð fram til kynningar skýrsla um ferðaþjónustumöguleika í Reykjanesfólkvangi sem stjórn Reykjanesfólkvangs lét vinna árið 2008.

      Lagt fram til kynningar.

    • SB030312 – Jarðvegstippur

      Tekin fyrir framkvæmd við jarðvegstipp/landmótunarstað ofan við Hamranes. Lögð fram greinargerð staðardagskrárfulltrúa dags. 24.06.2008. Lögð fram umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags 24.06.2008. Lagðar fram nýjar losunarreglur fyrir landmótunarstaðinn sem samdar eru í sameiningu starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og heilbrigðiseftirlitsins.

      Nefndin tekur undir að full ástæða sé til að endurskoða umfang og vinnslu við landmótunarstaðinn og fagnar því að sú vinna sé hafin. Nefndin óskar eftir því að verða upplýst um framgang endurskoðunarinnar.%0DNefndin vill árétta að mengunarbótareglan verði grundvöllur að rekstri landmótunarstaðarins. Nefndin vill ennfremur benda á svæðisáætlun um förgun úrgangs og umfjöllun þar um að æskilegt sé að athuga með rekstur landmótunarstaðs/staða sameiginlega fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem mengunarbótareglan sé í hávegi, og efni flokkað til endurnýtingar. Brýnt er að þeirri athugun verði hraðað.%0D

Ábendingagátt